Þar sem ég er mikill kvikmyndaunnandi þá ákvað ég að velja kvikmyndagerð sem valfag. Ég hafði svo sem engar væntingar nema það sem stóð á valblaðinu, þ.e. að læra að taka kvikmyndir, helstu aðferðir, klippingu og svo sögu og stóðst fagið flestar þær væntingar.
Fagið er skemmtileg blanda af verklegri og bóklegri kennslu og svo sýningu fjölbreyttra mynda.
Verklega greinin felst í sér töku á þinni eigin mynd og klippingu. Fyrsta verkefnið var Maraþonmynd, en þá tekur maður upp mynd sem á aðeins að vera klippt í vélinni. Eins og gefur að skilja þá voru flestar myndirnar hráar en þó skemmtilegar, þá var tilgangurinn væntanlega að kynnast myndavélinni og stillingum hennar vel áður en maður lærði á klippiforrit. Kenslan í klippingu fór þannig fram að skipt var í hópa sem fengu klippitölvuna í ákveðin tíma og áttu að klippa saman stutta senu, þar komu fram helstu atriði varðandi klippingu sem við höfðum farið í vikunni áður. Þá vorum við búin að læra á klippingu og á vélina og gátum byrjað að taka myndir. Næsta verkefni var að taka heimildamynd, þetta var frekar mikið klúður þar sem fáir hópar gerðu myndina og þurfti að gefa lengri tíma sem endaði á því að það átti að taka örmynd eða stutta auglýsingu. Síðasta verklega verkefnið var að taka upp heila mynd sem átti að reyna á allt sem við höfðum lært á árinu.
Bóklega greinin var auðvitað kennd á undan hverri verklegri grein svo við skildum hvað við værum að gera, kennt var á stillingar á myndavélinni og reglur kvikmyndatöku, hvar myndavélin ætti að vera og hvar hún mætti ekki vera, hvar leikarinn ætti að vera í skoti og fleira.
Næst var kennd klipping, hvar best væri að klippa og hvernig maður ætti að klippa til að búa til spenna eða koma einhverri merkingu á framfæri. Saga kvikmynda var kennd síðast.
Kvikmyndagerð er góð tilbreyting frá bóklegu fögunum þar sen sem meira er um verklega tíma en helmingur áfangans er jú verklegur. Þó að verkefnin sem okkur voru gefin voru ekki erfið þá einkenndi leti mikið þessa grein áfangans og oftar en ekki þurfti að breyta tímum sumra hópa sem hafði áhrif á hópana sem voru á áætlun. Það var þó það ekki eingöngu sökum leti fólks heldur var lítil samhæfing og fyrirfram plön, allt var gert á síðasta tíma og hitti það stundum illa á stundaskrána hjá fólki sökum t.d. vinnu. Bóklegu tímarnir voru flestir í fyrstu tímum morguns og syfja einkenndi þá tíma, stundum svo slæm að aðeins 3-4 nemendur fylgust með að viti en mér fanst þeir veittu mér nýja sýn á kvikmyndir. Þegar ég horfi á myndir núna pæli ég oftar í hvernig þær eru skotnar og ímynda mér myndavélarnar á staðnum. Það var ágæt tilbreyting hjá Sigga að láta okkur fara á íslenskar myndir og láta síðan leikstjórana koma og segja frá í tímum. Ég var þó ekki alveg sammála aðferðum hennar Valdísar um að láta leikarana gera allt en það var gott að kynnast annari hlið, annars fanst mér fanst Óskar áhugaverðastur og var mest sammála hans tæknum. Á föstudögum eftir skóla voru sýndar myndir sem tengdust efninu sem við vorum að læra í vikuni, þegar við vorum að læra um heimildamyndir þá var einmitt RIFF í gangi og voru sýndar heimildamyndir þar, okkur var því gert að fara á einhverjar myndir og blogga um þær. Þessar myndir voru misgóðar en þar kynntist ég nýrri tegund kvikmynda og eiginlega út allt árið kynntist ég nýjum gerðum mynda í föstudagstímunum, skemmtilegustu myndirnar fanst mér svarthvítu myndirnar Casablanca, Notorious og Chinatown og svo aðrar eins og Reykjavík Rotterdam og The Thing, tæpu myndirnar voru t.d. myndin um Hitler og Come and see en þær voru alveg áhugaverðar á sinn hátt bara mjög langdregnar og var þá tíminn allt til hálf 6. Yfir heildina litið voru föstudagstímarnir og bíóferðirnar skemmtilegur og ómissandi hluti af faginu til að víkka aðeins sjónsviðið fyrir svona óhefðbundum myndum.
Prófið
Prófið fanst mér sanngjarnt hva varðar efnið, ég er aðeins ósáttur við einn hlut og það var lokaverkefnið, eins og hann Gísli segir þá höfðum við ekki gert svona verkefni áður, það var jú a Piece of Apple Pie sem mér fanst mjög skemmtilegt verkefni en því var raðað upp í dramatískar blokkir eða hluta með mismunandi uppsetningu myndavéla en ekki einni myndavél í hverri uppsetningu eins og á prófinu en það myndi taka langan tíma, ég segi myndi því að ég gerði þetta á þann hátt sem við lærðum þetta og eins og þetta var í bókinni, ég var bara einhvernveginn fastur í þannig uppbyggingu og fanst hin frekar skrítin.
En annars hef ég lítið meira að segja um þetta fag, yfir heildina séð þá var það skemmtilegt en þó lúmskt tímafrekt þá aðallega bloggið sem eg hef ekki stundað nægilega vel, kanski að létta stigagjöf eða minnka stigafjölda fyrir hvern mánuð, maður þurfti alveg að skrifa ritgerð til að fá sæmileg stig. Hins vegar þarf augljóslega meiri hörku í því að nemendur skili á réttum tíma.
En annars þakka ég fyrir mig!
Thursday, April 23, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Þakka ábendingarnar og takk fyrir árið.
Það má vissulega skoða það að minnka bloggkröfurnar. Kannski 20 stig á mánuði væri eðlilegri krafa (miðað við núverandi fyrirgjöf).
7 stig.
Bloggeinkunn á vori: 1
Lokaloka bloggeinkunn: 4
Post a Comment