Monday, November 10, 2008

Team America: World Police

Mig langaði alltaf að sjá þessa mynd en hef alltaf gleymt henni en í dag rakst ég á hana í skúffuni og þar sem ég hafði ekkert betra að gera þá settist ég niður og skellti henni í tækið. 

Myndin er leikstýrð af Trey Parker sem er best þekktur fyrir að vera með þættina South park ásamt Matt Stone, eins og South Park þá er þessi grínmynd full af kolsvörtum húmor og blótorðum. Í myndinni eru engir leikarar heldur eru notaðar strengjabrúður í stað og gert er grín af bandaríkjunum og stríði þess gegn hriðjuverkum en einnig er gert grín af hriðjuverka
mönnum og eiginlega öllum. Myndin minnir mig mikið á Thunderbirds sem var barnaþáttur frá 1960 og fjallaði um það sama, lögreglulið sem bjargar heiminum og í þessari mynd er einræðisherran Kim Jong Il með plott til að eyðileggja heiminn með gereyðingarvopnum sem hann hefur sett út um allan heim, sagan er mjög einföld eins og í öll um South 
Park þáttum, það er ekkert útskýrt neitt og það er auðvitað í fínasta lagi því það mundi eyðileggja það fyndna.
 Brúðurnar gera allt sjúklega fyndið, hvernig þær labba og hreyfa
 sig með óeðlilegum rykkjum gerir senurnar enn fáránlegri. Það sem ótrúlegt er að allt í myndinni eru alvöru módel, það var ekki notuð tölva í eitt einasta atriði fyrir utan intróið og I.N.T.E.L.L.I.G.E.N.C.E. tölvuna og er það afreksverk því að í myndinni koma skot af heilum módelborgum eins og París í byrjun, Kaíró og síðan virki Kim Jong Ils í kóreu og bærinn í kring, og enda flest módel með því að vera sprengd í loft upp, brennd í eldi eða verða undir flóðbylgju sem er synd því að settin eru oft ótrúlega vönduð og vel gerð. Það eru tvær söngsenur í myndinni og eru þær báðar ógeðslega fyndnar, fyrsta er um hve Pearl harbor sökkar og hve Michael bay feilaði á þeirri mynd, seinni senan sýnir Kim Jong Il að syngja um hvað hann er lonely eða "ronery" því að hann segir r í staðinn fyrir l í flestum orðum. Aðrar ótrúlega asnalegar og fyndnar senur eru þegar aðal"brúðan" ælir og þegar hún hefur kynlýf með annari brúðu, við hverju á maður að búast frá framleiðendum South Park?


Ég hló mikið að þessari mynd og gerir hún grín úr flestum Hollywood klisjum og vitnar í ótal myndir og vonandi skemmtu aðrið sér jafn vel og ég gerði. Ég ætla að enda þetta með myndbandi úr myndinni, þetta er fan trailer sem ég fann og það er hægt að sjá smáatriðin í borgunum...áður en þær springa á awesome hátt, hvernig gerðu þeir sprengingarnar ef ekki i tölvu samt?

Trailerinn má sjá hér:



Sunday, November 9, 2008

Quantum Of Solace

Ég og vinir mínir fórum á þessa mynd á laugardaginn, við ætluðum að horfa á hana í laugarásbíóen það var uppselt á hana þar þannig að við biðum í klukkutima í háskólabíói eftir 11 sýningunni þar. Hún var sýnd í stóra sal sem er óþægilegur bíósalur, lítil sæti og lítið bil á milli þeirra, og ekki einu sinni glasahaldarar! Ég hafði heyrt mismunandi álit um þessa mynd svo ég viss ekki við hverju maður átti að búast en vonaði eftir því besta.

Myndin byrjar rétt eftir að Casino Royale hætti, Bond er að flýja á Asto
n Martin-um frá...einhverjum, abyggilega vörðum Mr. White. Bílaeltingarleikurinn va
r tekinn á frekar óþægilegan hátt, það var ótrúlega hröð klipping og allt var geðveikt blurrað þannig að maður sá varla hvað var að gerast. Það komu nokkur skot ofanfrá og fjarlæg skot svo maður rétt náði að fylgja eftir en loks hægist á þessu og hann nær að flýja. Þegar hann afhendir Mr.White (sem var í skottinu) og áður en þau ná að yfirheyra hann þá afhjúpar einn varðanna sig sem útsendari meðal MI6 og skýtur Mr.White og flýr síðan en Bond eltir, í þessari senu er frekar flott atriðið þar sem skotið er ofanfrá og þeir detta af þaki í gegnum þakrúðu og lenda á byggingarpöllum á meðan myndavélin eltir, þetta skot er líka í trailernum og er bara frekar nice. Senan endar þegar Bond nær að gríða 
byssuna og hífa sig upp og skjóta hann (endirinn á trailernum).
Þá byrjar Bond intróið sem er alltaf jafn spes og einkennir myndina, oftast tengist intróið þema myndarinnar. Það var soldi slappt af þeim að sleppa hinu klassiska atriði þar sem hann labbar inná, skýtur og blóðið lekur niður skjáinn. Hér hefði það geta komið beint eftir að hann skýtur hann, þá væri labbinu sleppt eins og í byrjun Casino Royale.
Intróið var alveg ágætt, lagið var fínt en það var eitthvað skrítið við allt intróið, vini mínum fanst lagið eitthvað illa mixað og svo var þemað sandur og konur (eins og alltaf) en aðeins í enda myndarinnar kemur sandur fram, í eyðimörk. Þemað í myndinni var samt frekar óskýrt og sandur getur allt eins virkað. 
Myndin er myrkari en Casino Royale vegna þess að Bond missti Vesper í Casino Royaler og er nú að leita samtakanna sem létu hana svíkja hann. Aðferðir hans vekja ugg hjá M og hún heldur að hann er keyrður af hatri til að ná fram hefndum svo að Bond er mikið einn á báti í myndinni og þarf að forðast sína eigin menn á meðan hann reynir að komast til botns á hver þessi samtök eru. 
Þegar skipt er um land þá kom alltaf inn nafnið í letri sem passar við staðinn sem var töff tilbreyting frá þessu venjulega niðri fyrir miðju. Bond kemst að því að maðurinn bak við samtökin heitir Dominic Greene og á meðan hann leitar upplýsinga um hann rekst hann á konu sem vill einnig ná fram hefndum á viðskiptavin Greenes og á endanum hjálpast þau að.
Það sem ég var mest svekktur við myndina var vondi kallinn, hann var ekki nærri því nóg vondur og Le'Chiffre í Casino Royaler sem var einn besti Bond vondikallinn. Myndin er einnig alltof lík Bourne myndunum, þeir réðu tækniliðið úr Bourne og því einkennast hröðu atriðin af miklu blurri og hraðri klippingu. Einnig eru þeir búnir að sleppa tækjunum, Q og Moneypenny sem einkenndi hinar myndirnar.
Þó að myndin er ekki jafn góð Casino Royale þá er hún fín spennumynd en eflaust fynst mörgum hún léleg. Hvað sem er þá Craig mjög góður bond en næsta mynd mætti hafa betri vondan kall.