Monday, August 25, 2008

Shorts & Docs : Íslenskar heimildamyndir

Á föstudaginn síðasta fór ég í Austurbæjarbíó og horfði á íslenskan heimildarmyndarpakka. Myndirnar voru mislangar og góðar og hér fyrir neðan koma samantektir og mitt álit á hverri þeirra.

Magapína
Ég ætla fyrst að skrifa stuttlega um það sem stendur í bæklingnum um þessa mynd.

Yndislega beljan Branda á við stórt vandamál að stríða, hún er ánetjuð plasti. Hún gæti látið lífið en sem betur fer á hún vini sem ætla að hjálpa henni.

Maður getur alveg ímyndað sér ágæta mynd með þetta content, sætt dýr, í hættu, og vinir bjarga. En nei, myndin byrjar á nátturuverndartali um hvernig fólk hendir rusli í náttúruni og mengun á heiminum. Síðan sést beljan sem er alls ekki yndisleg heldur getur varla staðið í lappirnar og er að deyja, og eldgamla upptakan hjálpar ekki, minnir mann á Saw myndirnar.
Næst er beljan skorin upp og aðskotadót rifið upp úr maganum á henni, síðan er hún saumuð aftur saman og allt í fína, myndin búin.

Ég hef litið að segja um þessa mynd annað en að upplýsingarnar um hana eru fremur villandi og að hún sé alls ekki eins og maður bjóst við heldur bara einhver blóðugur E.R. Animal Farm þáttur.

Ketill
Það er lítið hægt að segja um söguþráð þessarar myndar, myndin er eiginlega upptaka af daglegu lífi Ketils, þeir sem vita ekkert um Ketil átta sig strax á að Ketill er ekki eins og venjulegt fólk, hann er sérvitur en þó bráðskemmtilegur. Myndin er ágæt en það sem mér fanst áhugavert var hve mikið kettir komu inn í skot. En hvað var málið með þessa konu og hljóðin?

SAGAN UM SVEIN KRISTJÁN BJARNARSON
Þessi mynd fjallar um Íslending sem flytur með foreldrum sínum til Bandaríkjanna. En æskan er erfið hjá honum, faðir hans fer frá fjölskyldunni og hann verður viðskila við móður sína og systur.
En þó að æskan hafi verið erfið hífir hann sig upp hátt upp og endar sem virtur listamaður og safnstjóri. Einnig verður hann fyrsti Íslendingurinn til að komast framan á Time Magazine.
Þetta var það áhugaverða í myndinni og tók samtals um 20 mínútur af þeim 52 sem myndin var. Restin var einfaldlega mjög leiðinleg, myndin var mjög löng og mér fanst eins og þetta væri sögufyrirlestur um hlut sem er ekki hægt að segja frá meira en eitthvad ákveðið en samt er verið að reina að lengja hann sem mest.
Sagan af Sveini er sannarlega skemmtileg en myndin tók of mörg leiðinleg atriði til umræðu í stað þess að rína í þau áhugasamari.

Kjötborg
Þessi mynd er frábær í einfaldleika sínum, hún segir frá hornverslun og bræðrunum Gunnari og Kristjáni sem reka hana. Myndin spannar um eitt ár (myndin byrjar um sumarið og endar um Jólin) og sýnir áhorfendum hve ein lítil búð getur tengt fólk misgóðum böndum. Myndin er full af húmor en einnig viðkvæmni og ást. Án vafa besta myndin af þessum fjórum.