Sunday, January 25, 2009

Best of 2008

Jæja, þar sem ég geymi bíómiðana mína (allt frá Alien vs. Predator frá 2004) þá ætla ég að velja bestu bíómiðana árið 2008 og þar með bestu myndirnar sem ég fór á í bíó. Þeim er ekki raðað eftir awesomeness.

The Myst
Þessi var fyrsta "apocalypse" myndin á árinu og voru þær þó nokkrar þar á meðal Cloverfield og The Happening (sem ég fór reindar ekki á en hún er víst léleg.) Ég fílaði þessa mynd vegna þess að maður veit í rauninni svo lítið, maður sér aldrei allar ófreskjurnar, nema kanski þessar flugur og maður veit ekkert hvaðan þokan kom og hvert hún fór síðan. Eitt besta atriðið í myndinni er þó þegar þessi kona er skotin (ef þið hafið séð myndina þá vitið þið hvaða konu ég er að tala um), myndin hefur líka ótrúlegan endi, kemst nálægt Chinatown endinum.

Cloverfield
Næsta "apocalypse" myndin á árinu var Cloverfield, mikil leynd var yfir þessari mynd og ég var mjög spenntur til að sjá hana í bíó. Hún fjallar um að eitthvað ræðst á miðborg New York og um hóp ungs fólks að komast undan og úr borginni. Öll myndin er tekinn upp á handheldri myndavél líkt og Blair Witch Project og mér fanst það ágæt tilbreiting, mæli þó með að setja ekki mjög framarlega vegna þess hve myndin er á mikillri hreifingu.

There Will Be Blood
Þessi er mjög ofarlega á listanum mínum yfir góðar myndir, hún fjallar einfaldlega um græðgi og óheiðarleika manns og hvernig það getur eytt honum. Ég sat stjarfur af spennu allan tímann í bíóinu og endaatriðið..vá.

The King of Kong
Þetta er heimildarmynd um mann sem vill slá metið í King Kong tölvuleiknum, hljómar ekki spennandi en hún kemur á óvart, heimsmeistarinn sem vill vinna er algjör meistari með skemmtilegan persónuleika, hann er algjör dick gagnvart hinum leikaranum í myndinni sem er að reina að bæta metið hans myndin er full af gríni en einnig drama.

Forgetting Sarah Marshall
Besta grínmynd sem ég fór á í bíó þetta ár, allir leikararnir standa sig með príði, en bestir voru án efa þeir Jason Segel (sem leikur Marshall í How I Met Your Mother) og hann Russel Brandt (awesome bretann). Ætla samt að hrósa Milu fyrir hláturinn í endanum á myndinni þegar hún labbar inn á Jason nakinn í, ég held að hún hafi farið að hlæja í alvöru og þeir hafi bara unnið með það.

Iron Man
Robert Downey Jr. fer á kostum í þessari tæknilegu spennumynd, ég held að Robert gerði mikið fyrir þessa mynd og hífði þessa mynd uppfyrir aðrar ofurhetjumyndir enda með svo skemmtilegan stíl.

The Dark Knight
Besta mynd ársins að mínu mati, þessi mynd er svo myrk og sýnir dekkri hliðina á manninum þegar Jókerinn er að gera allt vitlaust í Gotham. Heith Ledger á svo sannarlega skilið að fá Óskarinn fyrir frammistöðu sína og Aaron var einnig mjög góður sem Harvey Dent.

Jæja, takk fyrir mig, er orðinn þreyttur eins og sést ef maður ber saman fyrstu og síðustu umfjöllunina.

2 comments:

Siggi Palli said...

Fín færsla. 5 stig.

Siggi Palli said...

Sorrí. Ætlaði að skrifa "6 stig".