Sunday, November 9, 2008

Quantum Of Solace

Ég og vinir mínir fórum á þessa mynd á laugardaginn, við ætluðum að horfa á hana í laugarásbíóen það var uppselt á hana þar þannig að við biðum í klukkutima í háskólabíói eftir 11 sýningunni þar. Hún var sýnd í stóra sal sem er óþægilegur bíósalur, lítil sæti og lítið bil á milli þeirra, og ekki einu sinni glasahaldarar! Ég hafði heyrt mismunandi álit um þessa mynd svo ég viss ekki við hverju maður átti að búast en vonaði eftir því besta.

Myndin byrjar rétt eftir að Casino Royale hætti, Bond er að flýja á Asto
n Martin-um frá...einhverjum, abyggilega vörðum Mr. White. Bílaeltingarleikurinn va
r tekinn á frekar óþægilegan hátt, það var ótrúlega hröð klipping og allt var geðveikt blurrað þannig að maður sá varla hvað var að gerast. Það komu nokkur skot ofanfrá og fjarlæg skot svo maður rétt náði að fylgja eftir en loks hægist á þessu og hann nær að flýja. Þegar hann afhendir Mr.White (sem var í skottinu) og áður en þau ná að yfirheyra hann þá afhjúpar einn varðanna sig sem útsendari meðal MI6 og skýtur Mr.White og flýr síðan en Bond eltir, í þessari senu er frekar flott atriðið þar sem skotið er ofanfrá og þeir detta af þaki í gegnum þakrúðu og lenda á byggingarpöllum á meðan myndavélin eltir, þetta skot er líka í trailernum og er bara frekar nice. Senan endar þegar Bond nær að gríða 
byssuna og hífa sig upp og skjóta hann (endirinn á trailernum).
Þá byrjar Bond intróið sem er alltaf jafn spes og einkennir myndina, oftast tengist intróið þema myndarinnar. Það var soldi slappt af þeim að sleppa hinu klassiska atriði þar sem hann labbar inná, skýtur og blóðið lekur niður skjáinn. Hér hefði það geta komið beint eftir að hann skýtur hann, þá væri labbinu sleppt eins og í byrjun Casino Royale.
Intróið var alveg ágætt, lagið var fínt en það var eitthvað skrítið við allt intróið, vini mínum fanst lagið eitthvað illa mixað og svo var þemað sandur og konur (eins og alltaf) en aðeins í enda myndarinnar kemur sandur fram, í eyðimörk. Þemað í myndinni var samt frekar óskýrt og sandur getur allt eins virkað. 
Myndin er myrkari en Casino Royale vegna þess að Bond missti Vesper í Casino Royaler og er nú að leita samtakanna sem létu hana svíkja hann. Aðferðir hans vekja ugg hjá M og hún heldur að hann er keyrður af hatri til að ná fram hefndum svo að Bond er mikið einn á báti í myndinni og þarf að forðast sína eigin menn á meðan hann reynir að komast til botns á hver þessi samtök eru. 
Þegar skipt er um land þá kom alltaf inn nafnið í letri sem passar við staðinn sem var töff tilbreyting frá þessu venjulega niðri fyrir miðju. Bond kemst að því að maðurinn bak við samtökin heitir Dominic Greene og á meðan hann leitar upplýsinga um hann rekst hann á konu sem vill einnig ná fram hefndum á viðskiptavin Greenes og á endanum hjálpast þau að.
Það sem ég var mest svekktur við myndina var vondi kallinn, hann var ekki nærri því nóg vondur og Le'Chiffre í Casino Royaler sem var einn besti Bond vondikallinn. Myndin er einnig alltof lík Bourne myndunum, þeir réðu tækniliðið úr Bourne og því einkennast hröðu atriðin af miklu blurri og hraðri klippingu. Einnig eru þeir búnir að sleppa tækjunum, Q og Moneypenny sem einkenndi hinar myndirnar.
Þó að myndin er ekki jafn góð Casino Royale þá er hún fín spennumynd en eflaust fynst mörgum hún léleg. Hvað sem er þá Craig mjög góður bond en næsta mynd mætti hafa betri vondan kall.


1 comment:

Siggi Palli said...

Fín færsla. 7 stig.

Mér fannst þetta ekki nógu góð mynd. Hún hafði bara ekki þessa Bond-stemningu. Upphafssenan var gott dæmi um það: þessar hröðu klippingar og blur hafa vissulega þau áhrif að maður er inni í senunni, en fyrir vikið er atriðið ekki nógu stórt og flott, eins og upphafsatriðin í Bond eiga að vera. Það vantaði eitthvað "grand" í þetta.
Síðan fannst mér hálf-asnalegt að maður þurfti nánast að vera nýbúinn að sjá Casino Royale... ég mundi ekkert hvernig CR endaði, eða hver Mr White var, og mér fannst það soldið truflandi.