Ég man eftir tímanum með Valdísi Óskarsdóttur, hennar tækni var nákvæmlega öfug, að skrifa handritið og svo á tökuliðið að sjá um restina því það veit hvað það á að gera. Persónulega fynst mér Óskars aðferð betri og hann bara nettari gaur (sjá mynd), en aftur að tímanum.
Óskar sagði að afstöður persóna eiga að vera skýrar og að myndir eiga að hafa upphaf, miðju og endi. Í upphafi á að kynna markmið aðalpersóna, miðjan ætti að sýna baráttu aðalpersónunnar við að ná markmiðinu og endirinn væri niðurlag.
Óskar spjallaði og fræddi okkur um nokkrar reglur við myndun, við höfðum reyndar lært þær fyrir en það gerði ekkert til. Hann sagði okkur þó að augnlínureglan væri oft brotin í þáttunum en enginn hafði hingað til tekið eftir því þannig að þeir höfðu bara haldið því áfram. Hann sagði að erfitt væri að vinna með ljósabreytingar eins og ský, að það væri erfitt að klippa á milli og halda sömu lýsingu, stundum væri hægt að tóna í tölvu en það kæmi oftast ljótt út.
Næst spjölluðum við um klippingu og að hún vinni úr hráefninu af tökum en stundum væru tökurnar öðruvísi en ætlast var en þá tækju klippararnir málin í sínar hendur. Góð klipping gæti jafnvel gert flókin stunt einfaldari, t.d. þá var atriðið úr myndinni þegar Íris rekur hausinn í ofninn gert með gínu sem var með hárkollu og blóðpoka með sprengiefni sem spýtti blóðinu. Óskar sagði að þetta hefði getað verið gert með því að koma blóðinu fyrir á veggnum og hraða síðan myndinni upp þegar hún rekur hausinn í ofninn. Mér fanst þetta atriði mjög vel gert en ég væri alveg til í að sjá hvernig það hefði komið út með hinni aðferðinni. Annað atriði sem mér fynst flott eftir að hafa heyrt um það var atriðið þegar Kristófer kýlir í gegnum rúðuna á bílnum og það var víst alvöru gler en ekki sykurgler sem er notað í bíómyndum, það hefði getað endað illa en Óskar sagði að það var sjúkralið á staðnum og hló, annað dæmi hve nettur hann er.
Að lökum spjölluðum við um nám okkar og hvað við gerum í tímum, hann sagði að sketchar væru góð þjálfun t.d. við tökur á auglýsingum þá þurfti hann að skjótast á myndstað og þurft að taka upp á stuttum tíma og að þar væri góð æfing.
Óskar hefur stundað myndlist og seinna stundaði hann kvikmyndagerð í Danmörku og hefur gert fjölda sjónvarpsmynda, stuttmynda og tvær kikmyndir, Reykjavík - Rotterdam og Sódóma Reykjavík.
Um Reykjavík - Rotterdam
Myndin fjallar um Kristófer (Baltasar Kormákur) sem er öryggisvörður en er á sakaskrá vegna smygls í fortíðinni og hann hefur setið inni. Lífið leikur hann ekki vel og hann á við peningavanda að stríða. Hann á konu Írisi (Lilja Nótt Þórarinsdóttir) og tvö börn. Hann á vin að nafni Steingrímur (Ingvar E. Sigurðsson) sem var í ástarsambandi við Írisi í fortíðin
ni en eftir að hún giftist Kristófer þá hefur Steingrímur verið mjög góður við þau tvö og gefið þeim gömul húsgögn, greinilega enn ástfanginn af henni. Þegar peningavandinn er orðinn of mikill og Kristófer er við það að missa íbúðina stingur Steingrímur upp á að Kristófer fari í einn lokasm
ygltúr til að koma sér á strik. En á meðan Kristófer er úti þá lætur Steingrímur vaða og reinir við Írisi og þá byrja einnig handrukkarar að hóta henni vegna þess að bróðir hennar (Jörundur Ragnarsson) náði ekki að smygla sendingu. Og nú veltur allt á höndum Kristófers að bjarga öllum málum.
Ég er sammála mörgum og fynst þetta vera besta íslenska mynd sem ég hef séð, það er svolitið langt síðan ég sá Mýrina en þá er hún að minsta kosti svipað góð.
Myndin hefur gott balans á milli kómedíu og hasars þó að dekkri hlutinn heldur meiri. Það sem ég sé eftir að hafa ekki spurt að í viðtalinu við Óskar var plottið með málverkið, fanst það svo skemmtilegt vegna þess að meðan ég horfði á myndina þá hélt ég að málverkið mundi vera miklu stærri hluti í endanum á myndinni, mundi einhvernveginn bjarga peningamálunum eða eitthvað en þetta var mjög fínn endir.
1 comment:
Fín færsla. 8 stig.
Post a Comment