Friday, October 31, 2008

Eagle Eye

Ég er nýkominn af henni og ætla að blogga aðeins um hana. Ég og vinur minn komum aðeins seint í bíó en náðum að setjast áður en myndin byrjaði og fengum alveg ágæt sæti en myndin var sýnd í sal B í laugarásbíói, þeir sem hafa farið í laugarásbíó vita víst að salur B er mjög lítill. Skil ekki af hverju þeir sýna ekki nýjustu myndina í stóra salnum í stað Qurantine en allt i lagi. Við fengum góð sæti vegna þess að fólkið heldur enn að sitja aftast sé best, hvar er surround-ið í því? Hljóðið er jafn stór hluti myndarinnar og myndin sjálf. En þótt að við fenguð ágæt sæti hljóðlega þá var það til einskis því filman var eyðilögð og það sáust 5 rendur allan tíman í hægri hluta og hljóðið lækkaði i sumum senum. En allavega þá var ég ekki að búast við góðri mynd, fanst trailerinn ekkert sérstakur, ég dæmi þó myndir alls ekki fyrirfram eftir trailer og því fór ég. 

Myndir fjallar Jerry (Shia LeBueouf) sem vinnur á ljósritunarstöð, þetta ömurlega líf á meðan tvíburabróðir hans var gáfaði bróðirinn sem kláraði skólann, gekk í herinn og var virtur af pabba sínum. Einn dag deyr bróðir Jerry á undarlegan hátt og Jerry uppgötvar að 750.000$ hafa verið færðir á hans reikning og seinna finnur hann herbergið sitt fullt af ólöglegum hlutum. Þá hringir síminn og konurödd segir í símann að FBI muni koma heim
 til hans eft
ir 30sekúndur og segir honum að flýja, en hann er náður en nær síðan aftur að sleppa með hjálp dularfullu konunnar sem notar krana til að brjóta hlið byggingarinnar. Konan notar síma, rafræn skilti og margt annað til samktipta og leiðbeininga handa Jerry og leiðir hann að Rachel (Michelle Monoghan) sem er í sömu aðstæðum og hann, hún er líka leidd. Svo uppheft eltingarleikur þar sem konan virðist vita allt um þau og hjálpar þeim að komast undan lögregluni með öllum rafrænum leiðum eins og að kveikja á grænu ljósi við tækifæri, taka við stjórn tölvustýrðra krana ofl.

Ég var að búast slæmri mynd en ég fékk bara frekar góða action mynd þar sem spennuni er haldið allan tímann með tilheyrandi sprengingum. Hasaratriðin eru mjög vel gerð og manni líður eins og a
ð þetta sé að gerast beint fyrir framan mann. Auðvitað er myndin óraunveruleg, og auðvitað
 er ekki hægt að gera helming alls tölvustýringardæmis í myndinni en það er enmitt málið, þetta 
er spennumynd og þá er allt gert til að viðhalda spennufílíngnum og kemur það bara stórglæsilega út.
 CGI-ið í myndinni er gallalaust og bílaeltingaleikina vantar ekki þar 
sem hell trukkur veltur alveg þó nokkra hollywood-hringi með látum. Einnig bætist við eltingaleikur á fæti á flugvelli sem færist yfir á færibönd og allt er vel útpælt. 
Shia tekur aftur upp "unglinginn í vanda" characterinn úr Disdurbia og leikur frábærlega, í byrjun myndarinnar þá er mjög tilfinningaþrungin sena þar sem hann er hjá kistu bróður síns og hann neglir senuna alveg, mjög vel leikið. Shia kann einnig að hlaupa og þegar hann þarf þess þá tekan góðar senur á hlaupum eins og á flugvellinum. 

Myndin var leikstýrð af D.J. Caruso sem einmitt gerði einnig Disdurbia.
Myndin er því mjög góð spennumynd en ef maður er að búast við spennuepík sem er ofurraunhæf þá er þetta ekki sú mynd, þetta er einfaldlega mynd sem í er sprengjur, awesome, Shia LeBueouf, bílar og leet haxor skillz.

1 comment:

Siggi Palli said...

Ágæt færsla. 6 stig.