Tuesday, September 30, 2008

Lucky Number Slevin (2006)

Þessa horfði ég á í þriðja skiptið í gær vegna þess að ég elska myndir með sjúkum twist endum þar sem allt plottið er afhjúpað. Hver gerir það ekki?

Til að geta útskýrt myndina þá þarf að fara frekar nákvæmlega í hana:

Myndin byrjar þannig að tveir veðmangarar eru drepnir og færslubækurnar þeirra eru teknar en áhorfandinn fær ekki að sjá morðingjann. Næst sést skot af Bruce Willis sem leikur Mr. Goodkat sem er í hjólastól á tómum flugvelli, hann kemur að og vekur sofandi mann og sérviskulega byrjar að segja honum sögu af "Kansas City Shuffle" sem byrjaði fyrir 20 árum og er enn í bígerð. Goodkat segir honum sögu af veðmáli fyrir 20 árum eða 1979, eins og við vitum þá enda veðmál í myndum oftast illa og þetta var engin undantekning. Hann sagði frá manni sem hét Max sem frétti af hesti á lyfjum á hestakeppni. Hann fékk því lánað stórfé frá veðmangara til að geta veðjað á hestakeppninni, allt virtist ganga vel áður en að hesturinn féll niður og dó rétt áðurn en hann náði í mark. Áður en Max náði aftur að bílnum þar sem sonur hans beið með úrið hans (hann lofaði að vera í 15mínútur) þá er hann tekinn og laminn, síðan er plastpoka teipað yfir höfuðuð á honum og hann látinn kafna. Konan hans var skotin og sérstakur leigumorðingi var fenginn til að drepa son hans því að enginn vildi taka það að sér. Síðasta sem maður sér er að leigumorðinginn stígur úr bílnum og miðar byssu á drenginn að aftan.
Þá er farið aftur að Goodkat og manninum á flugvellinum, Goodkat talar eitthvað í viðbót en stendur síðan upp, færir sig bak við hann og hálsbrýtur mannin og notar hjólastólinn til að flytja mannin síðan út.
Nú er snúist að Slevin Kelevra (leikinn af Josh Hartnett) í New York sem er í húsi vinar síns Nick sem er hvergi finnanlegur. Hann hittir nágranna sinn Lindsey (Lucy Liu) og þau tala saman. Honum er rænt af tveimur meðlimum glæpagengis vegna þess að þeir halda að hann sé Nick og farið er með hann til The Boss (Morgan Freeman). Þar segir foringinn (the Boss) að hann skuldi sér mikinn pening og að hann getur látið það allt hverfa ef hann drepi son hinns glæpaforingjanns, Rabbínsins (Ben Kinglsey). The Boss telur nefnilega að Rabbíninn hafi drepið son sinn. Eftir að Kelevra snýr aftur til íbúðar vinar síns þá er honum aftur rænt en nú af hinu glæpagenginu. Rabbíninn sem einnig telur hann vera Nick segir að hann skuldi honum einnig mikinn pening.
Kelevra lendir einnig í kast við lögin og hann er yfirheirður að Brikowski sem spyr hann af hverju hann er að koma af fundi frá báðum glæpaleiðtogunum í bænum sama dag.
Héðan í frá byrjar plottið sem ég mæli með að þið lesið ekki ef þið viljið sjá myndina

***Spoiler***
Næsta kvöld eftir að hafa komið á deiti með syni Rabbínans, Yitzchok (homma) þá fer Kelevra heim til hans og skýtur hann, í síðustu andardráttunum dregur hann upp byssu á meðan Kelevra sér ekki til. Þá sést Goodkat koma bakvið Kelevra og virðist ætla skjóta hann en skýtur Yitzchok. Næst bera þeir poka sem inniheldur manninn sem Goodkat drap á flugvellinum þá er afhjúpað að það var Nick.

Kelevra sést koma að Rabbíninum með tösku, hann segir að peningarnir sem hann skuldar séu þar inní. Á meðan Rabbíninn er að opna töskuna þá rotar Kelevra Rabbíninn. (Hann er þá búinn að drepa verðina hans fyrir utan). Næst vaknar Rabbíninn bundinn við stól, í ljós kemur að The Boss er einnig bundinn við annann stól bak við hann og þeir byrja að rífast hvernig glæpastríðið á milli þeirra er búið að drepa báða syni þeirra. En þá er samtalið truflað af Kelevra sem útskýrir (með hjálp flashbakka) allt byrjaði með því að hann drap veðmangarana tvo í byrjun, einn frá hvoru gengi, fann mann (Nick) sem skuldaði báðum glæpaforingjum pening, Goodkat drap síðan Nick á flugvellinum við að flýja frá skuldunum. Kelevra beið síðan heima hjá Nick eftir að þeir myndu sækja sig, og þá gat hann farið inn og út hjá báðum eins og honum sýndist. En af hverju gerði hann þetta? Þá er afhjúpað aðalplottið, það er að litli strákurinn sem Goodkat átti að drepa var hann sjálfur og nú var hann að hefna sín með hjálp Goodkat sjálfs, þar sem Goodkat var leigumorðingi beggja foringjanna þá benti hann foringjunum á þennan Nick.
Kelevra fær síðan hefnd sína og teipar plastpoka yfir höfuðuð á þeim báðum.
Næst sést síðan lögregluþjónninn Brikowski talandi í símann við annan mann sem hefur verið að leyta að upplýsingum um þennan Slevin Kelevra og segir honum að drengurinn úr 1979 málinu fannst aldrei og að þetta nafn Slevin hafi verið nafn hestsins sem dó eða "Lucky Number Slevin"
Myndin endar síðan með skotinu þar sem Goodkat er að miða á Kelevra 20 árum áður, hugsar sig um, hættir síðan við og keyrir drenginn síðan burt, í útvarpinu heyrist "nýjasta" lagið á þeim tíma Kansas City Shuffle.

***Spoiler End***

Já, þetta er eitt besta plott í mynd sem ég hef séð og fynst alltaf jafn gaman að sjá viðbrögð þeirra sem hafa ekki séð hana. Sumir myndu halda að myndin væri fyrirbyggjanleg en svo er ekki, ég veit ekki hvað það er sem maður áttar sig ekki á á meðan en maður er alveg sleginn út af laginu. Það gæti verið út af því að skotið þegar Goodkat miðar á drenginn þá skotið neðanfrá og Goodkat lítur svo ógnandi út með yfirvaraskeggið og 9mm í höndinni að enginn vafi liggur á því að drengurinn hafi dáið. Einnig þegar verið er að sýna Kelevra vera rændan tvisvar þá er það gert á fyndin hátt svo að myndin breytist í eins konar grínmynd í miðjunni, einnig myndast samband á milli skrítna nágrannanum og Kelevra sem léttir meira á myndinni svo að maður gleymir þungu byrjunni en það rifjast strax upp með geðveikum áhrifum þegar Kelevra er að útskýra í endanum á myndinni. Loks þetta með Kansas City Shuffle sem oft kemur fyrir í myndinni, mér fynst þetta ótrúlega líkt og með Rosebud í Citizen Kane, þá hefur Slevin uplifað þetta lag sem spilaði eftir "near death experience" og því fests í huga hans eins og sleðinn hans Charles.

Myndin er leikstýrð af PaulMcGuigan og er án efa besta mynd hans, myndin fær 7.8 á IMDB sem er talið frekar gott, ég mundi gefa henni svona 8. Myndin er skrifuð af Jason Smilovic sem skrifaði nokkra þætti í Kidnapped sem eru i svipuðum stíl en þetta er þó fyrsta myndin sem hann hefur skrifað og tókst bara mjög vel. Leikararnir gefa sitt, Bruce Willis er bara Bruce Willis, Josh Hartnett lék mjög vel bæði grínistann og alverlegann. Morgan Freeman og Ben Kinglsey léku báðir vel spekingslega glæpastjórana.

1 comment:

Siggi Palli said...

Flott og ítarleg færsla. 8 stig.