Tuesday, September 16, 2008

Journey to the Center of the Earth 3D

Í gær fór ég á þessa mynd sem er byggð á skáldsögu eftir Jules Verne. Ég hafði svo sem engar væntingar, og það er víst best svo að maður verðu ekki svekktur eftir sýningu en þessi mynd er bara hin ágætis skemmtun. Hún er sýnd í þrívídd og er hún fyrsta leikna myndin sem nýtir sér þessa þrívíddartækni, önnur mynd sem var einnig sérstaklega gerð fyrir þrívíddarsýningar er Beowulf (2007)


Myndin byrjar í BNA þar sem hinn ungi jarðfræðiprófessor Trevor Andersson sem er leikinn af Brendan Frasier á í erfiðleikum með að halda stofnun sinni gangangi. Það á að hætta að styrkja stofnunina sökum þess að engar uppgötvanir hafa verið gerðar í 10 ár síðan Max Andersson bróðir Trevors tíndist í leiðangri sínum við að setja upp mælitæki um heiminn. Max átti konu og soninn Sean (Josh Hutcherson) og Trevor neyðist til að taka Sean í pössun af og til. Einmitt 10 árum seinna eftir hvarf Max, uppgötva Trevor og Sean að jarðmælitæki á Snæfelli sem var löngu hætt að senda frá sér upplýsingar kemur fram á skjánum og sendir frá sér nákvæmlega sömu tölur og Max hafði skrifað í sitt eigið eintak af Leiðinni að Miðju Heimsins áður en hann hvarf.
Trevor sem vill komast til botns í þessu máli og finna týnda bróður sinn leggur af stað til Íslands með Sean í eftirdragi. Þar hitta þeir leiðsögukonuna Hannah sem leikin er af Anítu Bríem sem segist geta tekið þá á staðinn. Þegar upp á fjallið er komið dynur á stormur og þau leita skjóls í helli. Þau finna skot sem er yfirfullt af demöntum og öðrum gimsteinum en gólfið þar er ótraust og þau falla niður og að miðju jarðar. Þar er heil ný veröld og rekast þau á alls kyns furðuverur á borð við þríbrota, sjálflýsandi finkur, mannætufiska og -plöntur og risaeðlur. Þau finna kofa þar sem faðir Sean hann Max hafði búið og einnig uppgötva þau að þetta er ekki paradís eins og sést við fyrstu sýn heldur hafa þau lítinn tíma áður en hitinn hækkar úr öllum völdum og paradísin verður að bökunarofni. Þau finna leiðbeiningar hvernig þau komast út þaðan og í kappi við tíman hætta þau sér yfir "miðjarðar"hafið og lenda í fleiri hættum á leiðinni upp á yfirborðið. Þegar þangað er komið þá opnar Trevor sér sína eigin stofnun því að í ljós kemur Sean hafði tekið pokafylli af demöntum úr hellinum.


Satt að segja þá fynst mér þessi þrívíddartækni alveg frábær, hún gæðir svona myndum nýju lífi en þó eru fáar myndir sem "henta" fyrir þrívíddarsýningar, ég gæti til dæmis aldrei horft á The Godfather 3D, þannig að ég held að þrívídartæknin verði aldrei stór og yfirtaka hina hefðbundu, en án efa þá mun hún vera mest notuð í ævintýramyndir á borð við þessa.
Myndin er eins og ég sagði góð skemmtun og er það mest vegna þess að hún var í 3D, efast um að ég hefði ferið á hana væri hún ekki í þrívídd. Aníta Bríem var ágæt og talaði flotta ensku og vottaði ekki nema pínu fyrir hreim, í fyrsta helming myndarinnar komu fram virkilega flott skot af íslenskri náttúru svo að þau fá stig fyrir það.
En svo ég komi með smá neikvæða gagnríni þá var sagan frekar léleg og leikurinn var ekki upp á marga fiska. Myndin var um 90mínútur en mér fanst hún vera í nokkra tíma, einnig fanst mér hún lengi að byrja því að þegar hlé-ið kom þá voru þau nýkomin í miðjuna. En ég var nú svosem að búast við svona mynd með Brendan Frasier og þetta er nú barnamynd svo að þótt að manni fynnist myndin meika ekkert sense þá er hún samt góð því að hún er full af tölvuteiknuðum glans-hlutum og það er einmitt það sem börnin vilja.







1 comment:

Siggi Palli said...

Fín færsla. 6 stig.

Mig langar soldið að kíkja á þessa, bara til þess að sjá mynd í 3D (ég ætlaði alltaf á Beowulf en hafði aldrei tíma).
Þessi 3D tækni er áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Ég er sammála því að ólíklegt er að hún sigri heiminn, en fyrir stöku mynd er þetta ágætis tilbreyting. Svo er þetta ágætis hvatning til þess að sjá myndir í bíó (ég efast um að maður myndi nokkurn tíma nenna að sjá þessa á DVD). En maður hlýtur að spyrja sig hvernig fjárhagshliðin á þessum myndum er. Ég efast ekki um að þær hali inn einhverjar milljónir í bíó, en staðreyndin er samt sú að meirihluti gróðans hjá stúdíóunum er af DVD, sjónvarpi og öðru slíku, og þær tölur geta vart verið glæsilegar fyrir svona mynd...