Friday, September 19, 2008

Citizen Kane (1942)

Í dag horfðum við á Citizen Kane í kvikmyndafræðitíma. Myndin sem er dramatísk mynd frá árinu 1942 og er leikstýrð af Orson Welles fjallar um líf og starf Charles Foster Kane í blaðamennskunni. Myndin byrjar þegar Charles tekur síðasta andardráttinn og segir sín síðustu orð: "Rosebud". Myndin er síðan byggð upp af flashbökkum sem segja meir og meir af sögunni og fléttast saman í frásögn þegar fram líður. Þessar senur eða flashbökk koma í gegnum fréttamann sem tekur viðtöl við nánustu ættingja og vini Charles í leit sinni við að finna merkingu orðsins. Fréttamaðurinn og áhorfandinn um leið fær að vita að þegaar Charles var ungur var hann tekinn í fóstur af gömlum ríkum manni, hann fór í marga mismunandi skóla en kláraði engan þeirra. Hann lærði þó af gamla manninum hvernig maður á að reka fyrirtæki og mikið um viðskipti og Charles reis upp til að verða einn ríkasti og virtasti maður í Bandaríkjunum, en það sem byrjaði sem hugsjónarleg félagsþjónusta í blaðaútgáfu verður síðan græðginni að bráð og Charles missir tökin í eftirsókn eftir völdum og ríkidæmum. Þegar hann er á toppi veldisins þá ákveður hann að fara í ríkisstjóra framboð en annar frambjóðandinn sem er einnig stór blaðaútgefandi veit að hann á í framhjáhaldi með söngkonu. Honum er gefinn kostur á að draga framboð sitt til baka en stolt hans og valdafíkn Charles eru of mikil og ákveður að halda áfram. Í blöðum næsta dag er greint frá framhjáhaldinu og Charles tapar kosningunum og þá byrjar veldi hans hægt og hægt að falla saman og á endanum missir hann það síðasta sem honum þykir vænt um, konuna sína. Þegar hér er komið þá endurtekur byrjun myndarinnar sig, þ.e. hann segir sín síðustu orð 'Rosebud' og deyr. Þá er aftur litið til samtíma þar sem fréttamaðurinn og þjónn Charles eru að tala saman og fréttamaðurinn segir að leyndarmálið á bak við Rosebud verður víst aldrey leyst því að rannsóknir hans hafa ekki gefið neinar upplýsingar um hvað þetta gæti þýtt. Skotið minnkar og flýgur yfir allar eigur Charles sem eru komnar í trékassa og þekja allan salinn, skotið minnkar og kemur í ljós sleðinn hanns Charles sem han lék sér með þegar hann var enn hjá mömmu sinni og áður en honum er hent í brennsluofn og áður en logarnir umlykja hann sést skrifað á sleðann 'Rosebud'. 

Myndin hefur verið sögð af mörgum besta mynd í heimi og 
hún er sannarlega góð mynd að mínu mati. Hún sýnir hve völd og græðgi geta spillt manneskju og á endanum orðið henni að falli. Ég hef alltaf gaman af myndum sem fara fram og til baka og nota svon flashbökk, myndin krefst meiri athygli svo að maður skilji söguna, til dæmis þá fattaði ég ekki plottið með sleðann í endanum á myndinni strax en þegar ég áttaði mig á honum þá sá ég virkilega hve stór hluti þessi sleði var af myndinni, hann var eins konar tákn um eina tímabilið í lífi hans þegar hann var fátækur en einnig eina tíma í lífi hans þegar hann var virkilega glaður og sáttur með hver hann var.

Myndin sem hefur hreppt 4 Óskarsverðlaun og verið tilnefnd til 9 hefur verið tekin sem fyrirmynd fyrir aðrar myndir, til dæmis þá tók ég eftir því þar sem ég er mikill aðdáandi Indiana Jones myndanna að endirinn á myndinni þar 
sem myndavélin fór yfir kassana minnti mann mikið á endinn í Raiders of the Lost Ark þegar maðurinn fer með kassan með sát
tmálsörkinni í risa vöruskemmuna. 
En myndin kemur einnig með nýjar aðferðir við kvikmyndun, ég tók eftir því hvað allt var í miklum fókus í skotunum miðað við hve myndin er gömul og þá sér í lagi í byrjun myndarinnar þegar er verið að taka upp inn í húsi Kane hjónanna og Kane sjálfur sést leika sér í snjónum út um gluggann. Ég kíkti á netið og fann að þessi aðferð heitir víst Deep Focus en ég skildi ekki alveg hvernig þetta var gert. Þrátt fyrir að vera nær 70 ára gömul þá heldur hún áfram að vera stórbrótin klassík og fyrirmynd fyrir kvikmyndaframleiðendur og ég mæli með að fólk horfi á myndina ef það er í skapi fyrir meistaraverk.

1 comment:

Siggi Palli said...

Fín færsla. 7 stig.

Varðandi deep-focus tæknina þá má ná fram djúpum fókus með ákveðnum samsetningum af linsum og lýsingu o.s.frv. Mig minnir að víðar linsur séu lykillinn að þessu, og að vel lýstar senur með svolítið lokuðu ljósopi ýti enn frekar undir þetta.
Hins vegar "svindlar" Orson Welles oft í þessari mynd, t.d. í senunni þar sem litli Kane er að leika sér fyrir utan gluggann og líka í senunni þar sem seinni eiginkonan er búin að taka overdose. Í þessum senum er ekki bara notaður djúpur fókus heldur er ramminn samsettur úr fleiri en einni mynd, þ.e.a.s. litli Kane var tekinn upp sérstaklega, og eins er bakgrunnurinn í pillusenunni tekinn upp sérstaklega.