Myndin er leikstýrð af Trey Parker sem er best þekktur fyrir að vera með þættina South park ásamt Matt Stone, eins og South Park þá er þessi grínmynd full af kolsvörtum húmor og blótorðum. Í myndinni eru engir leikarar heldur eru notaðar strengjabrúður í stað og gert er grín af bandaríkjunum og stríði þess gegn hriðjuverkum en einnig er gert grín af hriðjuverka
mönnum og eiginlega öllum. Myndin minnir mig mikið á Thunderbirds sem var barnaþáttur frá 1960 og fjallaði um það sama, lögreglulið sem bjargar heiminum og í þessari mynd er einræðisherran Kim Jong Il með plott til að eyðileggja heiminn með gereyðingarvopnum sem hann hefur sett út um allan heim, sagan er mjög einföld eins og í öll um South
Park þáttum, það er ekkert útskýrt neitt og það er auðvitað í fínasta lagi því það mundi eyðileggja það fyndna.
Brúðurnar gera allt sjúklega fyndið, hvernig þær labba og hreyfa
sig með óeðlilegum rykkjum gerir senurnar enn fáránlegri. Það sem ótrúlegt er að allt í myndinni eru alvöru módel, það var ekki notuð tölva í eitt einasta atriði fyrir utan intróið og I.N.T.E.L.L.I.G.E.N.C.E. tölvuna og er það afreksverk því að í myndinni koma skot af heilum módelborgum eins og París í byrjun, Kaíró og síðan virki Kim Jong Ils í kóreu og bærinn í kring, og enda flest módel með því að vera sprengd í loft upp, brennd í eldi eða verða undir flóðbylgju sem er synd því að settin eru oft ótrúlega vönduð og vel gerð. Það eru tvær söngsenur í myndinni og eru þær báðar ógeðslega fyndnar, fyrsta er um hve Pearl harbor sökkar og hve Michael bay feilaði á þeirri mynd, seinni senan sýnir Kim Jong Il að syngja um hvað hann er lonely eða "ronery" því að hann segir r í staðinn fyrir l í flestum orðum. Aðrar ótrúlega asnalegar og fyndnar senur eru þegar aðal"brúðan" ælir og þegar hún hefur kynlýf með annari brúðu, við hverju á maður að búast frá framleiðendum South Park?
Ég hló mikið að þessari mynd og gerir hún grín úr flestum Hollywood klisjum og vitnar í ótal myndir og vonandi skemmtu aðrið sér jafn vel og ég gerði. Ég ætla að enda þetta með myndbandi úr myndinni, þetta er fan trailer sem ég fann og það er hægt að sjá smáatriðin í borgunum...áður en þær springa á awesome hátt, hvernig gerðu þeir sprengingarnar ef ekki i tölvu samt?
Trailerinn má sjá hér: