Friday, October 31, 2008

Eagle Eye

Ég er nýkominn af henni og ætla að blogga aðeins um hana. Ég og vinur minn komum aðeins seint í bíó en náðum að setjast áður en myndin byrjaði og fengum alveg ágæt sæti en myndin var sýnd í sal B í laugarásbíói, þeir sem hafa farið í laugarásbíó vita víst að salur B er mjög lítill. Skil ekki af hverju þeir sýna ekki nýjustu myndina í stóra salnum í stað Qurantine en allt i lagi. Við fengum góð sæti vegna þess að fólkið heldur enn að sitja aftast sé best, hvar er surround-ið í því? Hljóðið er jafn stór hluti myndarinnar og myndin sjálf. En þótt að við fenguð ágæt sæti hljóðlega þá var það til einskis því filman var eyðilögð og það sáust 5 rendur allan tíman í hægri hluta og hljóðið lækkaði i sumum senum. En allavega þá var ég ekki að búast við góðri mynd, fanst trailerinn ekkert sérstakur, ég dæmi þó myndir alls ekki fyrirfram eftir trailer og því fór ég. 

Myndir fjallar Jerry (Shia LeBueouf) sem vinnur á ljósritunarstöð, þetta ömurlega líf á meðan tvíburabróðir hans var gáfaði bróðirinn sem kláraði skólann, gekk í herinn og var virtur af pabba sínum. Einn dag deyr bróðir Jerry á undarlegan hátt og Jerry uppgötvar að 750.000$ hafa verið færðir á hans reikning og seinna finnur hann herbergið sitt fullt af ólöglegum hlutum. Þá hringir síminn og konurödd segir í símann að FBI muni koma heim
 til hans eft
ir 30sekúndur og segir honum að flýja, en hann er náður en nær síðan aftur að sleppa með hjálp dularfullu konunnar sem notar krana til að brjóta hlið byggingarinnar. Konan notar síma, rafræn skilti og margt annað til samktipta og leiðbeininga handa Jerry og leiðir hann að Rachel (Michelle Monoghan) sem er í sömu aðstæðum og hann, hún er líka leidd. Svo uppheft eltingarleikur þar sem konan virðist vita allt um þau og hjálpar þeim að komast undan lögregluni með öllum rafrænum leiðum eins og að kveikja á grænu ljósi við tækifæri, taka við stjórn tölvustýrðra krana ofl.

Ég var að búast slæmri mynd en ég fékk bara frekar góða action mynd þar sem spennuni er haldið allan tímann með tilheyrandi sprengingum. Hasaratriðin eru mjög vel gerð og manni líður eins og a
ð þetta sé að gerast beint fyrir framan mann. Auðvitað er myndin óraunveruleg, og auðvitað
 er ekki hægt að gera helming alls tölvustýringardæmis í myndinni en það er enmitt málið, þetta 
er spennumynd og þá er allt gert til að viðhalda spennufílíngnum og kemur það bara stórglæsilega út.
 CGI-ið í myndinni er gallalaust og bílaeltingaleikina vantar ekki þar 
sem hell trukkur veltur alveg þó nokkra hollywood-hringi með látum. Einnig bætist við eltingaleikur á fæti á flugvelli sem færist yfir á færibönd og allt er vel útpælt. 
Shia tekur aftur upp "unglinginn í vanda" characterinn úr Disdurbia og leikur frábærlega, í byrjun myndarinnar þá er mjög tilfinningaþrungin sena þar sem hann er hjá kistu bróður síns og hann neglir senuna alveg, mjög vel leikið. Shia kann einnig að hlaupa og þegar hann þarf þess þá tekan góðar senur á hlaupum eins og á flugvellinum. 

Myndin var leikstýrð af D.J. Caruso sem einmitt gerði einnig Disdurbia.
Myndin er því mjög góð spennumynd en ef maður er að búast við spennuepík sem er ofurraunhæf þá er þetta ekki sú mynd, þetta er einfaldlega mynd sem í er sprengjur, awesome, Shia LeBueouf, bílar og leet haxor skillz.

Monday, October 20, 2008

Bourne Trilógían

Um helgina horfði ég og vinir mínir á þessar þrjár myndir, ég hef horft á þær þrisvar sinnum núna og þær eru alltaf jafn góðar. Myndirnar fjalla um Jason Bourne sem þjáist af minnisleysi en í gegnum myndirnar þá skýrist ógnvekjandi saga hans um leið og hann er eltur af CIA, lögregluni og launmorðingjum um allan heim.

Um höfundinn:
Jason Bourne var skapaður af Robert Ludlum sem var bandarískur rithöfundur sem hefur skrifað 25 spennuskáldsögur, nú eru um 290milljón eintök af bókunum hans á markaði og hafa þær verið þýddar yfir í 32 tungumál, Robert hefur einnig gefið út bækur endir nöfnunum Jonathan Ryder og Michael Shepherd. Sumar af bókum hans hafa komst á hvíta tjaldið eins og The Osterman Weekend, The Holcroft Covenant og Bourne myndirnar, Bourne Identity, Supremacy og Ultimatum. Bourne myndirnar eru þó aðeins byggðar á bókunum og sagan í myndunum er alveg breytt.
Um Identity
Myndin fjalla sem sagt um Jason Bourne (Matt Damon) sem fynnst meðvitundarlaus í sjónum við strendur Ítalíu skotinn tvisvar í bakið og með ljós með bankanúmeri í mjöðminni, hann þjáist af minnisleysi en uppgötvar að hann kann að gera og veit alls konar hluti sem venjulega manneskja gæti ekki, hann getur talað mörg mismunandi tungumál, hnýtt hnúta.
Þá er skotist til bandaríkjana þar sem á höfuðstöðvum CIA í Langley segir maður við forstjórann Ward Abbot (Brian Cox) að verkefnið að myrða Nykwana Wombosi, einræðisherra í Afríku, hafi mistekist. Bourne fer til Sviss og á leiðinni þá sefur hann úti á bekk og tveir lögreglumenn reina að handtaka hann, en áður en þeir ná að handjárna hann þá afvopnar bourna þá og kýlir þá kalda á nokkrum sekundum, þá uppgötvar hann sér til ama að hann er fær í bardagalistum og vopnaburði. Daginn eftir fer hann í bankann og opnar bankahólfið sitt, þar finnur hann smáhluti og vísbendingar að því hver hann er auk þess er hólfið fullt af pening og vegabréfum frá mismunandi löndum og byssu. Á einu vegabréfinu stendur Jason Bourne og að hann lifi í París, hann skilur byssuna eftir og fer úr bankanum en maður einn fylgist með honum og hringir og segir Treadstone að hann hafi séð hann. Bourne er eltur að bandaríska sendiráðinu, þar er hann stoppaður af útsendara en nær að sleppa og útvegar sér far til París með konu sem heitir Marie Kreutz (Franka Potente).
Þá er skotist aftur til Langley þar sem Alexander Concklin (Chris Cooper) yfir maður Treadstone sem er leyniaðgerðahópur CIA, fullvissir Abbot að hann muni eyða öllum gögnum sem tengir þá við Jason Bourne sem mistókst að drepa Wombosi. Alexander sést senda þrjá útsendara til að taka Bourne úr umferð, einn af þeim ("Prófessorinn") leikinn af (Clive Owen) er látinn ljúka verki Bourne og myrða Wombosi í húsi sínu.
Þessir útsendarar elta Bourne um allt frakkland en Bourne afgreiðir þá einn af einum en honum gefst smá tími til að yfirheyra 'Próferssorinn' áður en hann deyr af skotsárum Bournes. Þar kemur í ljós tengin þerra í gegnum Treadstone og áður en hann deyr þá segir hann þessi orð "Sjáðu okkur, sjáðu hvað þeir láta þig gefa".
Bourne sem hefur verið með Marie í eftirdragi vegna þess að ástin kviknaði á milli þeirra sendir hana í burtu frá sér vegna öryggis hennar. Með því að nota síma prófessorsins þá mælir hann mót við forstjórann Alexander en vegna eftirlits þá breytir hann planinu og setur GPS tæki á bíl hans sem leiðir hann að tímabundu bækistöðvum Treadstone. Þar laumast hann inn og finnur Alexander og Nicky Parsons (Julia Styles), hún var ein af Treadstone og fylgdist með atferli útsendaranna (Bourne var ekki eini, en fyrsti). Á meðan hann benir byssu að Alexander þá rifjast upp fyrir honum þegar hann átti að drepa Wombosi á snekkju hans, hann man að hann hætti við þegar hann sá börn Wombosi hjá honum og hljóp af stað burt en var skotinn í bakið o g skildur eftir í sjónum.
Efitr þetta þá lýsir hann yfir að hann er hættur að vera 'launmorðingi' fyrir CIA og varar Alexander við að leyta hans. Abbott sem ákveður að loka ætti fyrir Treadstone lætur síðasta útsendarann drepa Alexander og þar með bindur enda á Treadstone og einnig eyðir öllum tenginum við sjálfan sig. Hann fer síðan til stjórnarinnar og lýsir því yfir að Treadstone var óvirkt þjálfunarprógram og breytir síðan um umræðuefni yfir í annað prógram sem heitir 'Blackbriar' (sem kemur fram í Ultimatum). Myndir endar þegar Bourne finnur Marie í Grikklandi þar sem hún er að leigja út Vespur.

Um Supremacy:
Tveimur árum eftir að sögu Idenity lýkur þá lifir Bourne með Marie á Indlandi, þar dreymir hann um morð i Berlin sem var eitt af verkefnum hans. Á meðan sést nýr forstjóri CIA Pamela Landy í skiptum, CIA ætlaði að borga 3milljónir dala fyrir "Neski skjölin" sem innihalda upplýsingar um hvarf 20miljóna af reikningi CIA. En á meðan skiptingin er i gangi þá setur launmorðingi að nafni Kirill fingrafar Bourne á sprengju sem sprengir rafleiðslur í húsinu, hann fer síðann inn og stelur skjölu num, hann hverfur síðan og selur skjölin rússneskum olíumangara, Yuri Gretkov.
Kirill fer síðan til Indlands og reynir að drepa Bourne en í stað þess að hitta Bourne þá drepur hann Marie. Bourne fer til Ítalíu haldandi að Treadstone sé enn á eftir honum. Á meðan þá fær Pamela Landy aðgang að skjölum Treadstone og kemst að fingrafarið er eftir Bourne, hún spyr síðan Abbot út í Treadstone og segir honum að upplýsingar um 20M dollara ránið væri í Neski skjölunum, Vladimir Neski átti að finna þjófinn en hann var víst drepinn af konu sinni á hóteli í Berlin sem framdi síðan sjálfsmorð. Pamela heldur að Bourne sé þjófurinn og stal skjölunum í Berlin til að koma ekki upp um sig.
Bourne uppgötvar númer Landy og segist vilja hitta Nicky Parsons, þau hittast á torgi og Bourne fer með hana á neðanjarðalestarstöð til að forðast eftirlitsmenn CIA, þar segir hann frá morðinu í á hótelinu en Nicky sagði að hann hafði aldrei verið sendur í verkefni til Berlínar. Þá byrjar Landy að gruna að það er verið að koma sök á Bourne. Aftur á staðnum þar sem skjalaskiptingin átti að fara fram þá sýnir samtarfsmaður Abbott efa sinn á því að þar hafði Bourne verið að verki en þá stingur Abbot hann til bana og þar með afhjúpar sig í myndinni sem samsærismann.
Bourne fer á hótelið í Berlín og man hvað gerðist, hann var sendur þangað af Conklin til að drepa einmitt Vladimir Neski, en konan hans var þar líka þanni að hann skaut þau bæði og sviðsetti allt. Þá áttar Bourne sig á samsærinu, fer til íbúðar Abbotts og tekur upp samtal þeirra þar sem Abbott játar sig sigraðan og segir frá öllu því hann býst við því að Bourne ætlar að drepa hann, en í stað þess tekur Bourne falda upptökutækið úr vasanum og leggur byssu við hlið Abbotts sem fremur síðan sjálfsmorð. Landy finnur upptöku Bournes og gefur rússnesku lögregluni sönnunargögnin til að handtaka Yuri Gretkov. Bourne fer til Moskvu þar sem hann drepur Kirill en særist, síðan fer hann heim til dóttur Vladimirs Neski, Irena Neski og segir henni frá hvernig foreldrar hennar dóu í alvöruni, hann biðst fyrirgefningar og fer síðan.
Síðasta senan gerist eiginlega 2/3 inn í Ultimatum, þá hringir Bourne í Landy og segir af hverju þau séu enn að elta hann, Landy þakkar honum fyrir upptökuna og áður en hann leggur á þá segir hún honum að alvöru nafn hans sé David Webb og að hann var fæddur 4.15.17.

Um Ultimatum:
Myndin byrjar strax eftir að hann yfirgefur íbúð Irenu, hann brýst inn í heilsugæslu og býr um sár sín sem hann fékk eftir bardagann við Kirill. Tvær löggur sem höfðu elt hann reyna að handtaka hann en hann afvopnar þá léttilega en leyfir þeim að fara í friði.
Í New York sést fréttamaðurinn Simon Ross tala við mann um Treadstone og fær upplýsingar um aðgerð Blackbriar, seinna hringir hann símtal en orðið Blackbriar er undir símaeftirliti CIA og hann er því settur undir eftirlit. Bourne les greinar eftir Simon og mælir sér mót við hann á lestarstöð, en Vosen, sem er stjóri CIA aðgerðarinnar, hringir í launmorðingja og skipar honum að drepa Ross. Ross er skotinn og Bourne tekur skjölin hans og kemst undan. Í skjölunum stendur hver uppljóstrari Ross var, bourne fer heim til hans en húsið er autt, hinsvegar hittir hann Nicky Parsons þar og hún hjálpar honum að flýja. Hún kemst yfir uplýsingar um að Vosen hefur sent annan launmorðingja til að drepa uppljóstrarann. Vosen kemst að sviki Nicky og sendir launmorðingjann á eftir Nicky líka. Bourne nær ekki að vernda uppljóstrarann en kemur í tæka tíð til að bjarga Nicky. Eftirá fer Bourne á líkhúsið og skoðar tösku uppljóstrarans , þar stendur heimilsfang CIA stöðvar í New York.
Hann hringir í Pamela Landy og notar hana sem tálbeitu og sendir hana í garð til að fá Vosen af skrifstofu sinni. Hann tekur skjöl Vosens um Blackbriar aðgerðina og fer síðan og hittir Pamela fyrir utan Treadstone þjálfunarstöðina. Þar afhendir hann gögnin og Pamela faxar þau til bækistöðvana sem sönnunargögn. Bourne fer inn í stöðina og hittir þar þjálfara sinn Dr. Albert Hi
rsch, Albert lætur hann muna allt saman og Bourne segir "ég man allt, ég er ekki lengur Jason Bourne" og fer síðan upp á þak til að sleppa frá útsendurum CIA sem eru búnir að brjótast inn í bygginguna. Þegar Bourne er við það að stökkva þegar launmorðingi sem hann þyrmdi beinir byssu að honum og spyr af hverju hann skaut sig ekki, þá segir Bourne þessi orð "veistu einu sinni af hverju þú átt að drepa mig?, líttu á okkur, sjáðu hvað þeir láta þig gefa" sömu orð og Prófessorinn í Identity sagði. Hann hoppar síðan niður og kemst undan syndandi. Seinna heyrist í fréttum að Hirch og Vosen eru handteknir og að lík Bournes hafi enn ekki fundist. Og þannig andar þessi trilógía.

Myndirnar eru byggðar á samnefndum skáldsögum eftir Robert Ludlum en söguni er breytt mjög á köflum, persónan Bourne er t.d. er mun einfaldari í myndunum og söguni á bak við hann er alveg sleppt. Í bókunum er stór partur Víetnam stríðið og Bourne barðist í því vegna þess að hann hafði misst konu sína og barn. Í myndunum einkennis Bourne af ótrúlegri útsjónarsemi og skjótrar hugsunar, hann framkvæmir allt með hárnákvæmni til að ná takmarki sínu sem leiðir hann oft til þess að þurfa drepa. Hann er þjáður af brotakenndum minningum sínum úr Treadstone þar sem hann þurfti að gera voðaverk. Bourne er mjög hæfur í bardagalistum og getur notað nær allt sem vopn, sem dæmi penna, dagblöð og brauðrist. Bourne í bókunum er mun drungalegri þar sem hann gerir allt til að ná takmarki sínu og hikar ekki við það að drepa.
Myndirnar hafa unnið fjölda verðlauna og síðasta myndin Ultimatum vann 3 Oskarsverðlaun og er hún á topplistanum yfir bestu kvikmyndir IMDB. Persónulega fynst mér Bourne myndirnar ótrúlega góðar og má líkja þeim við Bond en þó að Bond sé þessi svali náungi þá held ég að Bourne gæti rústað honum hvenær sem er vegna útsjónarsemi Bourne, og það er það besta við myndirnar, þegar hann snýr á andstæðinga sína, t.d. þá teipar hann vasaljós við viftu sem snýst svo að skuggarnir undir hurðinni séu eins og að þar sé hann á ferð, einnig þegar hann biður um að hitta Nicky í Supremacy þá hringir hann í Landy þegar hann er búinn að koma sér fyrir hinumegin við götuna á húsþaki og er að miða á hana, og þegar Landy segir " hvað ég ég finn hana ekki?" þá segir Bourne "það er auðvelt, hún stendur við hliðina á þér" og skellir þá, og þá verður Landy hvít í framan og snér sér við. Þetta er svo mikið rúst á CIA að þeir nota þetta aftur í endanum á myndinni sem er einnig í Ultimatum. Myndirnar eru fullar af svona atriðum og gaman er að horfa á óvinina blóta í sand og ösku eftir enn eina undankomu Bournes.
Ég hef lítið slæmt að segja um leik, Matt Damon leikur sérlega vel sem ofurútsendari og allir leika bara frekar vel, launmorðingjarnir eru flestir eins, þ.e. tala litið og gera bara sitt (fyrir utan Prófessorinn sem er eini þáttakandi Treadstone fyrir utan Bourne sem sýnir aðra hlið á sér.)
Identity er leikstýrð af Daug Liman sem hefur meðal annars gert Mr. and Mrs. Smith og eitthvað í Arrested Development. Báðar seinni myndirnar Supremacy og Ultimatum voru leikstýrðar af Paul Greengrass og eru myndirnar það besta eftir hann, orðrómur er að hann er að vinna að nýrri Bourne mynd sem kæmi um 2010, ég veit ekki alveg hvernig þær kæmu nýrri mynd fyrir þar sem slökkt var á Treadstone í lok Ultimatum og allir handteknir, eða hvað?. Það væri frábært ef maður hefði misst af einhverju smáatriði í myndunum og að ný mynd væri spunnin út frá því með öðru pólítísku samsæri sem einkennir myndirnar. Þannig að ég bíð spenntur eftir fjórðu mynd!

Sunday, October 12, 2008

Reykjavík - Rotterdam & tími með Óskari Jónassyni

Um daginn var ég í fróðlegum kvikmyndafræðitíma þar sem Óskar Jónasson spjallaði við okkur um kvikmyndagerð og aðra hluti tenga henni. Hann byrjaði að segja frá að hugmyndin að Reykjavík - Rotterdam kom þegar hann var að hlusta á viðtal við gamlan sjómann og hvernig hann hafði smyglað áfengi í landið, en þá var áfengissmygl meira mál en nú til dags þegar eiturlyf eru síalgengari. Óskar, sem skrifaði handritið ásamt Arnaldi Indriðasyni sagði hve samstarf milli rithöfunda er mikilvægt og að gott handrit þyrfti að vera gott svo að myndin virki, einnig samtarf milli leikara, leikstjóra og annars tökufólks. Hann sagði að í útlöndum væri þó erfiðara að vinna vegna þess að flóknara er að fá leyfi fyrir ýmsu og miklu meira af tökufólki.
 Ég man eftir tímanum með Valdísi Óskarsdóttur, hennar tækni var nákvæmlega öfug, að skrifa handritið og svo á tökuliðið að sjá um restina því það veit hvað það á að gera. Persónulega fynst mér Óskars aðferð betri og hann bara nettari gaur (sjá mynd), en aftur að tímanum.
Óskar sagði að afstöður persóna eiga að vera skýrar og að myndir eiga að hafa upphaf, miðju og endi. Í upphafi á að kynna markmið aðalpersóna, miðjan ætti að sýna baráttu aðalpersónunnar við að ná markmiðinu og endirinn væri niðurlag. 
Óskar spjallaði og fræddi okkur um nokkrar reglur við myndun, við höfðum reyndar lært þær fyrir en það gerði ekkert til. Hann sagði okkur þó að augnlínureglan væri oft brotin í þáttunum en enginn hafði hingað til tekið eftir því þannig að þeir höfðu bara haldið því áfram. Hann sagði að erfitt væri að vinna með ljósabreytingar eins og ský, að það væri erfitt að klippa á milli og halda sömu lýsingu, stundum væri hægt að tóna í tölvu en það kæmi oftast ljótt út.
Næst spjölluðum við um klippingu og að hún vinni úr hráefninu af tökum en stundum væru tökurnar öðruvísi en ætlast var en þá tækju klippararnir málin í sínar hendur. Góð klipping gæti jafnvel gert flókin stunt einfaldari, t.d. þá var atriðið úr myndinni þegar Íris rekur hausinn í ofninn gert með gínu sem var með hárkollu og blóðpoka með sprengiefni sem spýtti blóðinu. Óskar sagði að þetta hefði getað verið gert með því að koma blóðinu fyrir á veggnum og hraða síðan myndinni upp þegar hún rekur hausinn í ofninn. Mér fanst þetta atriði mjög vel gert en ég væri alveg til í að sjá hvernig það hefði komið út með hinni aðferðinni. Annað atriði sem mér fynst flott eftir að hafa heyrt um það var atriðið þegar Kristófer kýlir í gegnum rúðuna á bílnum og það var víst alvöru gler en ekki sykurgler sem er notað í bíómyndum, það hefði getað endað illa en Óskar sagði að það var sjúkralið á staðnum og hló, annað dæmi hve nettur hann er.
Að lökum spjölluðum við um nám okkar og hvað við gerum í tímum, hann sagði að sketchar væru góð þjálfun t.d. við tökur á auglýsingum þá þurfti hann að skjótast á myndstað og þurft að taka upp á stuttum tíma og að þar væri góð æfing.
Óskar  hefur stundað myndlist og seinna stundaði hann kvikmyndagerð í Danmörku og hefur gert fjölda sjónvarpsmynda, stuttmynda og tvær kikmyndir, Reykjavík - Rotterdam og Sódóma Reykjavík.

Um Reykjavík - Rotterdam
Myndin fjallar um Kristófer (Baltasar Kormákur) sem er öryggisvörður en er á sakaskrá vegna smygls í fortíðinni og hann hefur setið inni. Lífið leikur hann ekki vel og hann á við peningavanda að stríða. Hann á konu Írisi (Lilja Nótt Þórarinsdóttir) og tvö börn. Hann á vin að nafni Steingrímur (Ingvar E. Sigurðsson) sem var í ástarsambandi við Írisi í fortíðin
ni en eftir að hún giftist Kristófer þá hefur Steingrímur verið mjög góður við þau tvö og gefið þeim gömul húsgögn, greinilega enn ástfanginn af henni. Þegar peningavandinn er orðinn of mikill og Kristófer er við það að missa íbúðina stingur Steingrímur upp á að Kristófer fari í einn lokasm
ygltúr til að koma sér á strik. En á meðan Kristófer er úti þá lætur Steingrímur vaða og reinir við Írisi og þá byrja einnig handrukkarar að hóta henni vegna þess að bróðir hennar (Jörundur Ragnarsson) náði ekki að smygla sendingu. Og nú veltur allt á höndum Kristófers að bjarga öllum málum.
Ég er sammála mörgum og fynst þetta vera besta íslenska mynd sem ég hef séð, það er svolitið langt síðan ég sá Mýrina en þá er hún að minsta kosti svipað góð. 
Myndin hefur gott balans á milli kómedíu og hasars þó að dekkri hlutinn heldur meiri. Það sem ég sé eftir að hafa ekki spurt að í viðtalinu við Óskar var plottið með málverkið, fanst það svo skemmtilegt vegna þess að meðan ég horfði á myndina þá hélt ég að málverkið mundi vera miklu stærri hluti í endanum á myndinni, mundi einhvernveginn bjarga peningamálunum eða eitthvað en þetta var mjög fínn endir.