Þessa horfði ég á í þriðja skiptið í gær vegna þess að ég elska myndir með sjúkum twist endum þar sem allt plottið er afhjúpað. Hver gerir það ekki?
Til að geta útskýrt myndina þá þarf að fara frekar nákvæmlega í hana:
Myndin byrjar þannig að tveir veðmangarar eru drepnir og færslubækurnar þeirra eru teknar en áhorfandinn fær ekki að sjá morðingjann. Næst sést skot af Bruce Willis sem leikur Mr. Goodkat sem er í hjólastól á tómum flugvelli, hann kemur að og vekur sofandi mann og sérviskulega byrjar að segja honum sögu af "Kansas City Shuffle" sem byrjaði fyrir 20 árum og er enn í bígerð. Goodkat segir honum sögu af veðmáli fyrir 20 árum eða 1979, eins og við vitum þá enda veðmál í myndum oftast illa og þetta var engin undantekning. Hann sagði frá manni sem hét Max sem frétti af hesti á lyfjum á hestakeppni. Hann fékk því lánað stórfé frá veðmangara til að geta veðjað á hestakeppninni, allt virtist ganga vel áður en að hesturinn féll niður og dó rétt áðurn en hann náði í mark. Áður en Max náði aftur að bílnum þar sem sonur hans beið með úrið hans (hann lofaði að vera í 15mínútur) þá er hann tekinn og laminn, síðan er plastpoka teipað yfir höfuðuð á honum og hann látinn kafna. Konan hans var skotin og sérstakur leigumorðingi var fenginn til að drepa son hans því að enginn vildi taka það að sér. Síðasta sem maður sér er að leigumorðinginn stígur úr bílnum og miðar byssu á drenginn að aftan.
Þá er farið aftur að Goodkat og manninum á flugvellinum, Goodkat talar eitthvað í viðbót en stendur síðan upp, færir sig bak við hann og hálsbrýtur mannin og notar hjólastólinn til að flytja mannin síðan út.
Nú er snúist að Slevin Kelevra (leikinn af Josh Hartnett) í New York sem er í húsi vinar síns Nick sem er hvergi finnanlegur. Hann hittir nágranna sinn Lindsey (Lucy Liu) og þau tala saman. Honum er rænt af tveimur meðlimum glæpagengis vegna þess að þeir halda að hann sé Nick og farið er með hann til The Boss (Morgan Freeman). Þar segir foringinn (the Boss) að hann skuldi sér mikinn pening og að hann getur látið það allt hverfa ef hann drepi son hinns glæpaforingjanns, Rabbínsins (Ben Kinglsey). The Boss telur nefnilega að Rabbíninn hafi drepið son sinn. Eftir að Kelevra snýr aftur til íbúðar vinar síns þá er honum aftur rænt en nú af hinu glæpagenginu. Rabbíninn sem einnig telur hann vera Nick segir að hann skuldi honum einnig mikinn pening.
Kelevra lendir einnig í kast við lögin og hann er yfirheirður að Brikowski sem spyr hann af hverju hann er að koma af fundi frá báðum glæpaleiðtogunum í bænum sama dag.
Héðan í frá byrjar plottið sem ég mæli með að þið lesið ekki ef þið viljið sjá myndina
***Spoiler***
Næsta kvöld eftir að hafa komið á deiti með syni Rabbínans, Yitzchok (homma) þá fer Kelevra heim til hans og skýtur hann, í síðustu andardráttunum dregur hann upp byssu á meðan Kelevra sér ekki til. Þá sést Goodkat koma bakvið Kelevra og virðist ætla skjóta hann en skýtur Yitzchok. Næst bera þeir poka sem inniheldur manninn sem Goodkat drap á flugvellinum þá er afhjúpað að það var Nick.
Kelevra sést koma að Rabbíninum með tösku, hann segir að peningarnir sem hann skuldar séu þar inní. Á meðan Rabbíninn er að opna töskuna þá rotar Kelevra Rabbíninn. (Hann er þá búinn að drepa verðina hans fyrir utan). Næst vaknar Rabbíninn bundinn við stól, í ljós kemur að The Boss er einnig bundinn við annann stól bak við hann og þeir byrja að rífast hvernig glæpastríðið á milli þeirra er búið að drepa báða syni þeirra. En þá er samtalið truflað af Kelevra sem útskýrir (með hjálp flashbakka) allt byrjaði með því að hann drap veðmangarana tvo í byrjun, einn frá hvoru gengi, fann mann (Nick) sem skuldaði báðum glæpaforingjum pening, Goodkat drap síðan Nick á flugvellinum við að flýja frá skuldunum. Kelevra beið síðan heima hjá Nick eftir að þeir myndu sækja sig, og þá gat hann farið inn og út hjá báðum eins og honum sýndist. En af hverju gerði hann þetta? Þá er afhjúpað aðalplottið, það er að litli strákurinn sem Goodkat átti að drepa var hann sjálfur og nú var hann að hefna sín með hjálp Goodkat sjálfs, þar sem Goodkat var leigumorðingi beggja foringjanna þá benti hann foringjunum á þennan Nick.
Kelevra fær síðan hefnd sína og teipar plastpoka yfir höfuðuð á þeim báðum.
Næst sést síðan lögregluþjónninn Brikowski talandi í símann við annan mann sem hefur verið að leyta að upplýsingum um þennan Slevin Kelevra og segir honum að drengurinn úr 1979 málinu fannst aldrei og að þetta nafn Slevin hafi verið nafn hestsins sem dó eða "Lucky Number Slevin"
Myndin endar síðan með skotinu þar sem Goodkat er að miða á Kelevra 20 árum áður, hugsar sig um, hættir síðan við og keyrir drenginn síðan burt, í útvarpinu heyrist "nýjasta" lagið á þeim tíma Kansas City Shuffle.
***Spoiler End***
Já, þetta er eitt besta plott í mynd sem ég hef séð og fynst alltaf jafn gaman að sjá viðbrögð þeirra sem hafa ekki séð hana. Sumir myndu halda að myndin væri fyrirbyggjanleg en svo er ekki, ég veit ekki hvað það er sem maður áttar sig ekki á á meðan en maður er alveg sleginn út af laginu. Það gæti verið út af því að skotið þegar Goodkat miðar á drenginn þá skotið neðanfrá og Goodkat lítur svo ógnandi út með yfirvaraskeggið og 9mm í höndinni að enginn vafi liggur á því að drengurinn hafi dáið. Einnig þegar verið er að sýna Kelevra vera rændan tvisvar þá er það gert á fyndin hátt svo að myndin breytist í eins konar grínmynd í miðjunni, einnig myndast samband á milli skrítna nágrannanum og Kelevra sem léttir meira á myndinni svo að maður gleymir þungu byrjunni en það rifjast strax upp með geðveikum áhrifum þegar Kelevra er að útskýra í endanum á myndinni. Loks þetta með Kansas City Shuffle sem oft kemur fyrir í myndinni, mér fynst þetta ótrúlega líkt og með Rosebud í Citizen Kane, þá hefur Slevin uplifað þetta lag sem spilaði eftir "near death experience" og því fests í huga hans eins og sleðinn hans Charles.
Myndin er leikstýrð af PaulMcGuigan og er án efa besta mynd hans, myndin fær 7.8 á IMDB sem er talið frekar gott, ég mundi gefa henni svona 8. Myndin er skrifuð af Jason Smilovic sem skrifaði nokkra þætti í Kidnapped sem eru i svipuðum stíl en þetta er þó fyrsta myndin sem hann hefur skrifað og tókst bara mjög vel. Leikararnir gefa sitt, Bruce Willis er bara Bruce Willis, Josh Hartnett lék mjög vel bæði grínistann og alverlegann. Morgan Freeman og Ben Kinglsey léku báðir vel spekingslega glæpastjórana.
Tuesday, September 30, 2008
Sunday, September 21, 2008
Pineapple Express
Í gær fór ég á Pineapple express með nokkrum vinum mínum. Eftir að ég sá trailer-inn fyrir myndina hef ég hlakkað mikið til að sjá hana og ég var með miklar væntingar þar sem hún kemur frá framleiðendum Superbad og Knocked up. Myndin stóðst allar væntingar og er hreint sprenghlægileg. Hún fjallar í grófum dráttum um 2 dópista sem reykja gras út nær alla myndina. Einn þeirra selur gras og fær sendingu af mjög sérstöku og fágætu grasi kallað Pineapple express. Kvöld eitt verður annar þeirra vitni af morði og upp hefst eltingarleikur þar sem morðinginn er stjóri glæpagengis sem framleiðir Pineapple express og heldur að þeir tveir séu njósnarar úr óvina glæpagenginu.
Bæði Seth Rogen og James Franco leika vel í myndinni en mér fynst Franco leika skakkann náunga betur en Seth, kanski hefur hann reinslu? Fólk hefur kvartað yfir myndinni um hvað hún ýti undir að grasreikin
gar séu allt í lagi, tja í rauninni er það satt, eitt gróft dæmi var þegar þeir seldu skólastrákum gras til að fá pening fyrir strætó. Fólk ætti bara að kynna sér myndina aðeins áður en það fer á hana, eins og með allar myndir. Allar þessar reykingar höfðu þó áhrif á bíógesti því ég hef aldrei séð jafn marga fara út í pásunni
Mér fanst ein persóna í myndinni ótrúlega fyndin fyrir utan aðalpersónurnar
og það var svarti homminn sem var geðveikt harður en samt ekki, í einu atriði fékk hann kaffikönnu í hausinn og fór að gráta, það var mjög fyndið. Það sem gerir myndina svo fyndna er að allar "góðu"aðalpersónurnar eru rammskakkar nær alla myndina og allt sem þeim dettur í hug til að koma sér úr klandri kemur þeim bara í enn meiri vandræði. Þetta var með betri grínmyndum sem ég hef séð en Dumb and Dumber trjónir enn á toppnum.
Friday, September 19, 2008
Citizen Kane (1942)
Í dag horfðum við á Citizen Kane í kvikmyndafræðitíma. Myndin sem er dramatísk mynd frá árinu 1942 og er leikstýrð af Orson Welles fjallar um líf og starf Charles Foster Kane í blaðamennskunni. Myndin byrjar þegar Charles tekur síðasta andardráttinn og segir sín síðustu orð: "Rosebud". Myndin er síðan byggð upp af flashbökkum sem segja meir og meir af sögunni og fléttast saman í frásögn þegar fram líður. Þessar senur eða flashbökk koma í gegnum fréttamann sem tekur viðtöl við nánustu ættingja og vini Charles í leit sinni við að finna merkingu orðsins. Fréttamaðurinn og áhorfandinn um leið fær að vita að þegaar Charles var ungur var hann tekinn í fóstur af gömlum ríkum manni, hann fór í marga mismunandi skóla en kláraði engan þeirra. Hann lærði þó af gamla manninum hvernig maður á að reka fyrirtæki og mikið um viðskipti og Charles reis upp til að verða einn ríkasti og virtasti maður í Bandaríkjunum, en það sem byrjaði sem hugsjónarleg félagsþjónusta í blaðaútgáfu verður síðan græðginni að bráð og Charles missir tökin í eftirsókn eftir völdum og ríkidæmum. Þegar hann er á toppi veldisins þá ákveður hann að fara í ríkisstjóra framboð en annar frambjóðandinn sem er einnig stór blaðaútgefandi veit að hann á í framhjáhaldi með söngkonu. Honum er gefinn kostur á að draga framboð sitt til baka en stolt hans og valdafíkn Charles eru of mikil og ákveður að halda áfram. Í blöðum næsta dag er greint frá framhjáhaldinu og Charles tapar kosningunum og þá byrjar veldi hans hægt og hægt að falla saman og á endanum missir hann það síðasta sem honum þykir vænt um, konuna sína. Þegar hér er komið þá endurtekur byrjun myndarinnar sig, þ.e. hann segir sín síðustu orð 'Rosebud' og deyr. Þá er aftur litið til samtíma þar sem fréttamaðurinn og þjónn Charles eru að tala saman og fréttamaðurinn segir að leyndarmálið á bak við Rosebud verður víst aldrey leyst því að rannsóknir hans hafa ekki gefið neinar upplýsingar um hvað þetta gæti þýtt. Skotið minnkar og flýgur yfir allar eigur Charles sem eru komnar í trékassa og þekja allan salinn, skotið minnkar og kemur í ljós sleðinn hanns Charles sem han lék sér með þegar hann var enn hjá mömmu sinni og áður en honum er hent í brennsluofn og áður en logarnir umlykja hann sést skrifað á sleðann 'Rosebud'.
Myndin hefur verið sögð af mörgum besta mynd í heimi og
hún er sannarlega góð mynd að mínu mati. Hún sýnir hve völd og græðgi geta spillt manneskju og á endanum orðið henni að falli. Ég hef alltaf gaman af myndum sem fara fram og til baka og nota svon flashbökk, myndin krefst meiri athygli svo að maður skilji söguna, til dæmis þá fattaði ég ekki plottið með sleðann í endanum á myndinni strax en þegar ég áttaði mig á honum þá sá ég virkilega hve stór hluti þessi sleði var af myndinni, hann var eins konar tákn um eina tímabilið í lífi hans þegar hann var fátækur en einnig eina tíma í lífi hans þegar hann var virkilega glaður og sáttur með hver hann var.
Myndin sem hefur hreppt 4 Óskarsverðlaun og verið tilnefnd til 9 hefur verið tekin sem fyrirmynd fyrir aðrar myndir, til dæmis þá tók ég eftir því þar sem ég er mikill aðdáandi Indiana Jones myndanna að endirinn á myndinni þar
sem myndavélin fór yfir kassana minnti mann mikið á endinn í Raiders of the Lost Ark þegar maðurinn fer með kassan með sát
tmálsörkinni í risa vöruskemmuna.
En myndin kemur einnig með nýjar aðferðir við kvikmyndun, ég tók eftir því hvað allt var í miklum fókus í skotunum miðað við hve myndin er gömul og þá sér í lagi í byrjun myndarinnar þegar er verið að taka upp inn í húsi Kane hjónanna og Kane sjálfur sést leika sér í snjónum út um gluggann. Ég kíkti á netið og fann að þessi aðferð heitir víst Deep Focus en ég skildi ekki alveg hvernig þetta var gert. Þrátt fyrir að vera nær 70 ára gömul þá heldur hún áfram að vera stórbrótin klassík og fyrirmynd fyrir kvikmyndaframleiðendur og ég mæli með að fólk horfi á myndina ef það er í skapi fyrir meistaraverk.
Tuesday, September 16, 2008
Journey to the Center of the Earth 3D
Í gær fór ég á þessa mynd sem er byggð á skáldsögu eftir Jules Verne. Ég hafði svo sem engar væntingar, og það er víst best svo að maður verðu ekki svekktur eftir sýningu en þessi mynd er bara hin ágætis skemmtun. Hún er sýnd í þrívídd og er hún fyrsta leikna myndin sem nýtir sér þessa þrívíddartækni, önnur mynd sem var einnig sérstaklega gerð fyrir þrívíddarsýningar er Beowulf (2007)
Myndin byrjar í BNA þar sem hinn ungi jarðfræðiprófessor Trevor Andersson sem er leikinn af Brendan Frasier á í erfiðleikum með að halda stofnun sinni gangangi. Það á að hætta að styrkja stofnunina sökum þess að engar uppgötvanir hafa verið gerðar í 10 ár síðan Max Andersson bróðir Trevors tíndist í leiðangri sínum við að setja upp mælitæki um heiminn. Max átti konu og soninn Sean (Josh Hutcherson) og Trevor neyðist til að taka Sean í pössun af og til. Einmitt 10 árum seinna eftir hvarf Max, uppgötva Trevor og Sean að jarðmælitæki á Snæfelli sem var löngu hætt að senda frá sér upplýsingar kemur fram á skjánum og sendir frá sér nákvæmlega sömu tölur og Max hafði skrifað í sitt eigið eintak af Leiðinni að Miðju Heimsins áður en hann hvarf.
Trevor sem vill komast til botns í þessu máli og finna týnda bróður sinn leggur af stað til Íslands með Sean í eftirdragi. Þar hitta þeir leiðsögukonuna Hannah sem leikin er af Anítu Bríem sem segist geta tekið þá á staðinn. Þegar upp á fjallið er komið dynur á stormur og þau leita skjóls í helli. Þau finna skot sem er yfirfullt af demöntum og öðrum gimsteinum en gólfið þar er ótraust og þau falla niður og að miðju jarðar. Þar er heil ný veröld og rekast þau á alls kyns furðuverur á borð við þríbrota, sjálflýsandi finkur, mannætufiska og -plöntur og risaeðlur. Þau finna kofa þar sem faðir Sean hann Max hafði búið og einnig uppgötva þau að þetta er ekki paradís eins og sést við fyrstu sýn heldur hafa þau lítinn tíma áður en hitinn hækkar úr öllum völdum og paradísin verður að bökunarofni. Þau finna leiðbeiningar hvernig þau komast út þaðan og í kappi við tíman hætta þau sér yfir "miðjarðar"hafið og lenda í fleiri hættum á leiðinni upp á yfirborðið. Þegar þangað er komið þá opnar Trevor sér sína eigin stofnun því að í ljós kemur Sean hafði tekið pokafylli af demöntum úr hellinum.
Satt að segja þá fynst mér þessi þrívíddartækni alveg frábær, hún gæðir svona myndum nýju lífi en þó eru fáar myndir sem "henta" fyrir þrívíddarsýningar, ég gæti til dæmis aldrei horft á The Godfather 3D, þannig að ég held að þrívídartæknin verði aldrei stór og yfirtaka hina hefðbundu, en án efa þá mun hún vera mest notuð í ævintýramyndir á borð við þessa.
Myndin er eins og ég sagði góð skemmtun og er það mest vegna þess að hún var í 3D, efast um að ég hefði ferið á hana væri hún ekki í þrívídd. Aníta Bríem var ágæt og talaði flotta ensku og vottaði ekki nema pínu fyrir hreim, í fyrsta helming myndarinnar komu fram virkilega flott skot af íslenskri náttúru svo að þau fá stig fyrir það.
En svo ég komi með smá neikvæða gagnríni þá var sagan frekar léleg og leikurinn var ekki upp á marga fiska. Myndin var um 90mínútur en mér fanst hún vera í nokkra tíma, einnig fanst mér hún lengi að byrja því að þegar hlé-ið kom þá voru þau nýkomin í miðjuna. En ég var nú svosem að búast við svona mynd með Brendan Frasier og þetta er nú barnamynd svo að þótt að manni fynnist myndin meika ekkert sense þá er hún samt góð því að hún er full af tölvuteiknuðum glans-hlutum og það er einmitt það sem börnin vilja.
Subscribe to:
Posts (Atom)