Monday, November 10, 2008

Team America: World Police

Mig langaði alltaf að sjá þessa mynd en hef alltaf gleymt henni en í dag rakst ég á hana í skúffuni og þar sem ég hafði ekkert betra að gera þá settist ég niður og skellti henni í tækið. 

Myndin er leikstýrð af Trey Parker sem er best þekktur fyrir að vera með þættina South park ásamt Matt Stone, eins og South Park þá er þessi grínmynd full af kolsvörtum húmor og blótorðum. Í myndinni eru engir leikarar heldur eru notaðar strengjabrúður í stað og gert er grín af bandaríkjunum og stríði þess gegn hriðjuverkum en einnig er gert grín af hriðjuverka
mönnum og eiginlega öllum. Myndin minnir mig mikið á Thunderbirds sem var barnaþáttur frá 1960 og fjallaði um það sama, lögreglulið sem bjargar heiminum og í þessari mynd er einræðisherran Kim Jong Il með plott til að eyðileggja heiminn með gereyðingarvopnum sem hann hefur sett út um allan heim, sagan er mjög einföld eins og í öll um South 
Park þáttum, það er ekkert útskýrt neitt og það er auðvitað í fínasta lagi því það mundi eyðileggja það fyndna.
 Brúðurnar gera allt sjúklega fyndið, hvernig þær labba og hreyfa
 sig með óeðlilegum rykkjum gerir senurnar enn fáránlegri. Það sem ótrúlegt er að allt í myndinni eru alvöru módel, það var ekki notuð tölva í eitt einasta atriði fyrir utan intróið og I.N.T.E.L.L.I.G.E.N.C.E. tölvuna og er það afreksverk því að í myndinni koma skot af heilum módelborgum eins og París í byrjun, Kaíró og síðan virki Kim Jong Ils í kóreu og bærinn í kring, og enda flest módel með því að vera sprengd í loft upp, brennd í eldi eða verða undir flóðbylgju sem er synd því að settin eru oft ótrúlega vönduð og vel gerð. Það eru tvær söngsenur í myndinni og eru þær báðar ógeðslega fyndnar, fyrsta er um hve Pearl harbor sökkar og hve Michael bay feilaði á þeirri mynd, seinni senan sýnir Kim Jong Il að syngja um hvað hann er lonely eða "ronery" því að hann segir r í staðinn fyrir l í flestum orðum. Aðrar ótrúlega asnalegar og fyndnar senur eru þegar aðal"brúðan" ælir og þegar hún hefur kynlýf með annari brúðu, við hverju á maður að búast frá framleiðendum South Park?


Ég hló mikið að þessari mynd og gerir hún grín úr flestum Hollywood klisjum og vitnar í ótal myndir og vonandi skemmtu aðrið sér jafn vel og ég gerði. Ég ætla að enda þetta með myndbandi úr myndinni, þetta er fan trailer sem ég fann og það er hægt að sjá smáatriðin í borgunum...áður en þær springa á awesome hátt, hvernig gerðu þeir sprengingarnar ef ekki i tölvu samt?

Trailerinn má sjá hér:



Sunday, November 9, 2008

Quantum Of Solace

Ég og vinir mínir fórum á þessa mynd á laugardaginn, við ætluðum að horfa á hana í laugarásbíóen það var uppselt á hana þar þannig að við biðum í klukkutima í háskólabíói eftir 11 sýningunni þar. Hún var sýnd í stóra sal sem er óþægilegur bíósalur, lítil sæti og lítið bil á milli þeirra, og ekki einu sinni glasahaldarar! Ég hafði heyrt mismunandi álit um þessa mynd svo ég viss ekki við hverju maður átti að búast en vonaði eftir því besta.

Myndin byrjar rétt eftir að Casino Royale hætti, Bond er að flýja á Asto
n Martin-um frá...einhverjum, abyggilega vörðum Mr. White. Bílaeltingarleikurinn va
r tekinn á frekar óþægilegan hátt, það var ótrúlega hröð klipping og allt var geðveikt blurrað þannig að maður sá varla hvað var að gerast. Það komu nokkur skot ofanfrá og fjarlæg skot svo maður rétt náði að fylgja eftir en loks hægist á þessu og hann nær að flýja. Þegar hann afhendir Mr.White (sem var í skottinu) og áður en þau ná að yfirheyra hann þá afhjúpar einn varðanna sig sem útsendari meðal MI6 og skýtur Mr.White og flýr síðan en Bond eltir, í þessari senu er frekar flott atriðið þar sem skotið er ofanfrá og þeir detta af þaki í gegnum þakrúðu og lenda á byggingarpöllum á meðan myndavélin eltir, þetta skot er líka í trailernum og er bara frekar nice. Senan endar þegar Bond nær að gríða 
byssuna og hífa sig upp og skjóta hann (endirinn á trailernum).
Þá byrjar Bond intróið sem er alltaf jafn spes og einkennir myndina, oftast tengist intróið þema myndarinnar. Það var soldi slappt af þeim að sleppa hinu klassiska atriði þar sem hann labbar inná, skýtur og blóðið lekur niður skjáinn. Hér hefði það geta komið beint eftir að hann skýtur hann, þá væri labbinu sleppt eins og í byrjun Casino Royale.
Intróið var alveg ágætt, lagið var fínt en það var eitthvað skrítið við allt intróið, vini mínum fanst lagið eitthvað illa mixað og svo var þemað sandur og konur (eins og alltaf) en aðeins í enda myndarinnar kemur sandur fram, í eyðimörk. Þemað í myndinni var samt frekar óskýrt og sandur getur allt eins virkað. 
Myndin er myrkari en Casino Royale vegna þess að Bond missti Vesper í Casino Royaler og er nú að leita samtakanna sem létu hana svíkja hann. Aðferðir hans vekja ugg hjá M og hún heldur að hann er keyrður af hatri til að ná fram hefndum svo að Bond er mikið einn á báti í myndinni og þarf að forðast sína eigin menn á meðan hann reynir að komast til botns á hver þessi samtök eru. 
Þegar skipt er um land þá kom alltaf inn nafnið í letri sem passar við staðinn sem var töff tilbreyting frá þessu venjulega niðri fyrir miðju. Bond kemst að því að maðurinn bak við samtökin heitir Dominic Greene og á meðan hann leitar upplýsinga um hann rekst hann á konu sem vill einnig ná fram hefndum á viðskiptavin Greenes og á endanum hjálpast þau að.
Það sem ég var mest svekktur við myndina var vondi kallinn, hann var ekki nærri því nóg vondur og Le'Chiffre í Casino Royaler sem var einn besti Bond vondikallinn. Myndin er einnig alltof lík Bourne myndunum, þeir réðu tækniliðið úr Bourne og því einkennast hröðu atriðin af miklu blurri og hraðri klippingu. Einnig eru þeir búnir að sleppa tækjunum, Q og Moneypenny sem einkenndi hinar myndirnar.
Þó að myndin er ekki jafn góð Casino Royale þá er hún fín spennumynd en eflaust fynst mörgum hún léleg. Hvað sem er þá Craig mjög góður bond en næsta mynd mætti hafa betri vondan kall.


Friday, October 31, 2008

Eagle Eye

Ég er nýkominn af henni og ætla að blogga aðeins um hana. Ég og vinur minn komum aðeins seint í bíó en náðum að setjast áður en myndin byrjaði og fengum alveg ágæt sæti en myndin var sýnd í sal B í laugarásbíói, þeir sem hafa farið í laugarásbíó vita víst að salur B er mjög lítill. Skil ekki af hverju þeir sýna ekki nýjustu myndina í stóra salnum í stað Qurantine en allt i lagi. Við fengum góð sæti vegna þess að fólkið heldur enn að sitja aftast sé best, hvar er surround-ið í því? Hljóðið er jafn stór hluti myndarinnar og myndin sjálf. En þótt að við fenguð ágæt sæti hljóðlega þá var það til einskis því filman var eyðilögð og það sáust 5 rendur allan tíman í hægri hluta og hljóðið lækkaði i sumum senum. En allavega þá var ég ekki að búast við góðri mynd, fanst trailerinn ekkert sérstakur, ég dæmi þó myndir alls ekki fyrirfram eftir trailer og því fór ég. 

Myndir fjallar Jerry (Shia LeBueouf) sem vinnur á ljósritunarstöð, þetta ömurlega líf á meðan tvíburabróðir hans var gáfaði bróðirinn sem kláraði skólann, gekk í herinn og var virtur af pabba sínum. Einn dag deyr bróðir Jerry á undarlegan hátt og Jerry uppgötvar að 750.000$ hafa verið færðir á hans reikning og seinna finnur hann herbergið sitt fullt af ólöglegum hlutum. Þá hringir síminn og konurödd segir í símann að FBI muni koma heim
 til hans eft
ir 30sekúndur og segir honum að flýja, en hann er náður en nær síðan aftur að sleppa með hjálp dularfullu konunnar sem notar krana til að brjóta hlið byggingarinnar. Konan notar síma, rafræn skilti og margt annað til samktipta og leiðbeininga handa Jerry og leiðir hann að Rachel (Michelle Monoghan) sem er í sömu aðstæðum og hann, hún er líka leidd. Svo uppheft eltingarleikur þar sem konan virðist vita allt um þau og hjálpar þeim að komast undan lögregluni með öllum rafrænum leiðum eins og að kveikja á grænu ljósi við tækifæri, taka við stjórn tölvustýrðra krana ofl.

Ég var að búast slæmri mynd en ég fékk bara frekar góða action mynd þar sem spennuni er haldið allan tímann með tilheyrandi sprengingum. Hasaratriðin eru mjög vel gerð og manni líður eins og a
ð þetta sé að gerast beint fyrir framan mann. Auðvitað er myndin óraunveruleg, og auðvitað
 er ekki hægt að gera helming alls tölvustýringardæmis í myndinni en það er enmitt málið, þetta 
er spennumynd og þá er allt gert til að viðhalda spennufílíngnum og kemur það bara stórglæsilega út.
 CGI-ið í myndinni er gallalaust og bílaeltingaleikina vantar ekki þar 
sem hell trukkur veltur alveg þó nokkra hollywood-hringi með látum. Einnig bætist við eltingaleikur á fæti á flugvelli sem færist yfir á færibönd og allt er vel útpælt. 
Shia tekur aftur upp "unglinginn í vanda" characterinn úr Disdurbia og leikur frábærlega, í byrjun myndarinnar þá er mjög tilfinningaþrungin sena þar sem hann er hjá kistu bróður síns og hann neglir senuna alveg, mjög vel leikið. Shia kann einnig að hlaupa og þegar hann þarf þess þá tekan góðar senur á hlaupum eins og á flugvellinum. 

Myndin var leikstýrð af D.J. Caruso sem einmitt gerði einnig Disdurbia.
Myndin er því mjög góð spennumynd en ef maður er að búast við spennuepík sem er ofurraunhæf þá er þetta ekki sú mynd, þetta er einfaldlega mynd sem í er sprengjur, awesome, Shia LeBueouf, bílar og leet haxor skillz.

Monday, October 20, 2008

Bourne Trilógían

Um helgina horfði ég og vinir mínir á þessar þrjár myndir, ég hef horft á þær þrisvar sinnum núna og þær eru alltaf jafn góðar. Myndirnar fjalla um Jason Bourne sem þjáist af minnisleysi en í gegnum myndirnar þá skýrist ógnvekjandi saga hans um leið og hann er eltur af CIA, lögregluni og launmorðingjum um allan heim.

Um höfundinn:
Jason Bourne var skapaður af Robert Ludlum sem var bandarískur rithöfundur sem hefur skrifað 25 spennuskáldsögur, nú eru um 290milljón eintök af bókunum hans á markaði og hafa þær verið þýddar yfir í 32 tungumál, Robert hefur einnig gefið út bækur endir nöfnunum Jonathan Ryder og Michael Shepherd. Sumar af bókum hans hafa komst á hvíta tjaldið eins og The Osterman Weekend, The Holcroft Covenant og Bourne myndirnar, Bourne Identity, Supremacy og Ultimatum. Bourne myndirnar eru þó aðeins byggðar á bókunum og sagan í myndunum er alveg breytt.
Um Identity
Myndin fjalla sem sagt um Jason Bourne (Matt Damon) sem fynnst meðvitundarlaus í sjónum við strendur Ítalíu skotinn tvisvar í bakið og með ljós með bankanúmeri í mjöðminni, hann þjáist af minnisleysi en uppgötvar að hann kann að gera og veit alls konar hluti sem venjulega manneskja gæti ekki, hann getur talað mörg mismunandi tungumál, hnýtt hnúta.
Þá er skotist til bandaríkjana þar sem á höfuðstöðvum CIA í Langley segir maður við forstjórann Ward Abbot (Brian Cox) að verkefnið að myrða Nykwana Wombosi, einræðisherra í Afríku, hafi mistekist. Bourne fer til Sviss og á leiðinni þá sefur hann úti á bekk og tveir lögreglumenn reina að handtaka hann, en áður en þeir ná að handjárna hann þá afvopnar bourna þá og kýlir þá kalda á nokkrum sekundum, þá uppgötvar hann sér til ama að hann er fær í bardagalistum og vopnaburði. Daginn eftir fer hann í bankann og opnar bankahólfið sitt, þar finnur hann smáhluti og vísbendingar að því hver hann er auk þess er hólfið fullt af pening og vegabréfum frá mismunandi löndum og byssu. Á einu vegabréfinu stendur Jason Bourne og að hann lifi í París, hann skilur byssuna eftir og fer úr bankanum en maður einn fylgist með honum og hringir og segir Treadstone að hann hafi séð hann. Bourne er eltur að bandaríska sendiráðinu, þar er hann stoppaður af útsendara en nær að sleppa og útvegar sér far til París með konu sem heitir Marie Kreutz (Franka Potente).
Þá er skotist aftur til Langley þar sem Alexander Concklin (Chris Cooper) yfir maður Treadstone sem er leyniaðgerðahópur CIA, fullvissir Abbot að hann muni eyða öllum gögnum sem tengir þá við Jason Bourne sem mistókst að drepa Wombosi. Alexander sést senda þrjá útsendara til að taka Bourne úr umferð, einn af þeim ("Prófessorinn") leikinn af (Clive Owen) er látinn ljúka verki Bourne og myrða Wombosi í húsi sínu.
Þessir útsendarar elta Bourne um allt frakkland en Bourne afgreiðir þá einn af einum en honum gefst smá tími til að yfirheyra 'Próferssorinn' áður en hann deyr af skotsárum Bournes. Þar kemur í ljós tengin þerra í gegnum Treadstone og áður en hann deyr þá segir hann þessi orð "Sjáðu okkur, sjáðu hvað þeir láta þig gefa".
Bourne sem hefur verið með Marie í eftirdragi vegna þess að ástin kviknaði á milli þeirra sendir hana í burtu frá sér vegna öryggis hennar. Með því að nota síma prófessorsins þá mælir hann mót við forstjórann Alexander en vegna eftirlits þá breytir hann planinu og setur GPS tæki á bíl hans sem leiðir hann að tímabundu bækistöðvum Treadstone. Þar laumast hann inn og finnur Alexander og Nicky Parsons (Julia Styles), hún var ein af Treadstone og fylgdist með atferli útsendaranna (Bourne var ekki eini, en fyrsti). Á meðan hann benir byssu að Alexander þá rifjast upp fyrir honum þegar hann átti að drepa Wombosi á snekkju hans, hann man að hann hætti við þegar hann sá börn Wombosi hjá honum og hljóp af stað burt en var skotinn í bakið o g skildur eftir í sjónum.
Efitr þetta þá lýsir hann yfir að hann er hættur að vera 'launmorðingi' fyrir CIA og varar Alexander við að leyta hans. Abbott sem ákveður að loka ætti fyrir Treadstone lætur síðasta útsendarann drepa Alexander og þar með bindur enda á Treadstone og einnig eyðir öllum tenginum við sjálfan sig. Hann fer síðan til stjórnarinnar og lýsir því yfir að Treadstone var óvirkt þjálfunarprógram og breytir síðan um umræðuefni yfir í annað prógram sem heitir 'Blackbriar' (sem kemur fram í Ultimatum). Myndir endar þegar Bourne finnur Marie í Grikklandi þar sem hún er að leigja út Vespur.

Um Supremacy:
Tveimur árum eftir að sögu Idenity lýkur þá lifir Bourne með Marie á Indlandi, þar dreymir hann um morð i Berlin sem var eitt af verkefnum hans. Á meðan sést nýr forstjóri CIA Pamela Landy í skiptum, CIA ætlaði að borga 3milljónir dala fyrir "Neski skjölin" sem innihalda upplýsingar um hvarf 20miljóna af reikningi CIA. En á meðan skiptingin er i gangi þá setur launmorðingi að nafni Kirill fingrafar Bourne á sprengju sem sprengir rafleiðslur í húsinu, hann fer síðann inn og stelur skjölu num, hann hverfur síðan og selur skjölin rússneskum olíumangara, Yuri Gretkov.
Kirill fer síðan til Indlands og reynir að drepa Bourne en í stað þess að hitta Bourne þá drepur hann Marie. Bourne fer til Ítalíu haldandi að Treadstone sé enn á eftir honum. Á meðan þá fær Pamela Landy aðgang að skjölum Treadstone og kemst að fingrafarið er eftir Bourne, hún spyr síðan Abbot út í Treadstone og segir honum að upplýsingar um 20M dollara ránið væri í Neski skjölunum, Vladimir Neski átti að finna þjófinn en hann var víst drepinn af konu sinni á hóteli í Berlin sem framdi síðan sjálfsmorð. Pamela heldur að Bourne sé þjófurinn og stal skjölunum í Berlin til að koma ekki upp um sig.
Bourne uppgötvar númer Landy og segist vilja hitta Nicky Parsons, þau hittast á torgi og Bourne fer með hana á neðanjarðalestarstöð til að forðast eftirlitsmenn CIA, þar segir hann frá morðinu í á hótelinu en Nicky sagði að hann hafði aldrei verið sendur í verkefni til Berlínar. Þá byrjar Landy að gruna að það er verið að koma sök á Bourne. Aftur á staðnum þar sem skjalaskiptingin átti að fara fram þá sýnir samtarfsmaður Abbott efa sinn á því að þar hafði Bourne verið að verki en þá stingur Abbot hann til bana og þar með afhjúpar sig í myndinni sem samsærismann.
Bourne fer á hótelið í Berlín og man hvað gerðist, hann var sendur þangað af Conklin til að drepa einmitt Vladimir Neski, en konan hans var þar líka þanni að hann skaut þau bæði og sviðsetti allt. Þá áttar Bourne sig á samsærinu, fer til íbúðar Abbotts og tekur upp samtal þeirra þar sem Abbott játar sig sigraðan og segir frá öllu því hann býst við því að Bourne ætlar að drepa hann, en í stað þess tekur Bourne falda upptökutækið úr vasanum og leggur byssu við hlið Abbotts sem fremur síðan sjálfsmorð. Landy finnur upptöku Bournes og gefur rússnesku lögregluni sönnunargögnin til að handtaka Yuri Gretkov. Bourne fer til Moskvu þar sem hann drepur Kirill en særist, síðan fer hann heim til dóttur Vladimirs Neski, Irena Neski og segir henni frá hvernig foreldrar hennar dóu í alvöruni, hann biðst fyrirgefningar og fer síðan.
Síðasta senan gerist eiginlega 2/3 inn í Ultimatum, þá hringir Bourne í Landy og segir af hverju þau séu enn að elta hann, Landy þakkar honum fyrir upptökuna og áður en hann leggur á þá segir hún honum að alvöru nafn hans sé David Webb og að hann var fæddur 4.15.17.

Um Ultimatum:
Myndin byrjar strax eftir að hann yfirgefur íbúð Irenu, hann brýst inn í heilsugæslu og býr um sár sín sem hann fékk eftir bardagann við Kirill. Tvær löggur sem höfðu elt hann reyna að handtaka hann en hann afvopnar þá léttilega en leyfir þeim að fara í friði.
Í New York sést fréttamaðurinn Simon Ross tala við mann um Treadstone og fær upplýsingar um aðgerð Blackbriar, seinna hringir hann símtal en orðið Blackbriar er undir símaeftirliti CIA og hann er því settur undir eftirlit. Bourne les greinar eftir Simon og mælir sér mót við hann á lestarstöð, en Vosen, sem er stjóri CIA aðgerðarinnar, hringir í launmorðingja og skipar honum að drepa Ross. Ross er skotinn og Bourne tekur skjölin hans og kemst undan. Í skjölunum stendur hver uppljóstrari Ross var, bourne fer heim til hans en húsið er autt, hinsvegar hittir hann Nicky Parsons þar og hún hjálpar honum að flýja. Hún kemst yfir uplýsingar um að Vosen hefur sent annan launmorðingja til að drepa uppljóstrarann. Vosen kemst að sviki Nicky og sendir launmorðingjann á eftir Nicky líka. Bourne nær ekki að vernda uppljóstrarann en kemur í tæka tíð til að bjarga Nicky. Eftirá fer Bourne á líkhúsið og skoðar tösku uppljóstrarans , þar stendur heimilsfang CIA stöðvar í New York.
Hann hringir í Pamela Landy og notar hana sem tálbeitu og sendir hana í garð til að fá Vosen af skrifstofu sinni. Hann tekur skjöl Vosens um Blackbriar aðgerðina og fer síðan og hittir Pamela fyrir utan Treadstone þjálfunarstöðina. Þar afhendir hann gögnin og Pamela faxar þau til bækistöðvana sem sönnunargögn. Bourne fer inn í stöðina og hittir þar þjálfara sinn Dr. Albert Hi
rsch, Albert lætur hann muna allt saman og Bourne segir "ég man allt, ég er ekki lengur Jason Bourne" og fer síðan upp á þak til að sleppa frá útsendurum CIA sem eru búnir að brjótast inn í bygginguna. Þegar Bourne er við það að stökkva þegar launmorðingi sem hann þyrmdi beinir byssu að honum og spyr af hverju hann skaut sig ekki, þá segir Bourne þessi orð "veistu einu sinni af hverju þú átt að drepa mig?, líttu á okkur, sjáðu hvað þeir láta þig gefa" sömu orð og Prófessorinn í Identity sagði. Hann hoppar síðan niður og kemst undan syndandi. Seinna heyrist í fréttum að Hirch og Vosen eru handteknir og að lík Bournes hafi enn ekki fundist. Og þannig andar þessi trilógía.

Myndirnar eru byggðar á samnefndum skáldsögum eftir Robert Ludlum en söguni er breytt mjög á köflum, persónan Bourne er t.d. er mun einfaldari í myndunum og söguni á bak við hann er alveg sleppt. Í bókunum er stór partur Víetnam stríðið og Bourne barðist í því vegna þess að hann hafði misst konu sína og barn. Í myndunum einkennis Bourne af ótrúlegri útsjónarsemi og skjótrar hugsunar, hann framkvæmir allt með hárnákvæmni til að ná takmarki sínu sem leiðir hann oft til þess að þurfa drepa. Hann er þjáður af brotakenndum minningum sínum úr Treadstone þar sem hann þurfti að gera voðaverk. Bourne er mjög hæfur í bardagalistum og getur notað nær allt sem vopn, sem dæmi penna, dagblöð og brauðrist. Bourne í bókunum er mun drungalegri þar sem hann gerir allt til að ná takmarki sínu og hikar ekki við það að drepa.
Myndirnar hafa unnið fjölda verðlauna og síðasta myndin Ultimatum vann 3 Oskarsverðlaun og er hún á topplistanum yfir bestu kvikmyndir IMDB. Persónulega fynst mér Bourne myndirnar ótrúlega góðar og má líkja þeim við Bond en þó að Bond sé þessi svali náungi þá held ég að Bourne gæti rústað honum hvenær sem er vegna útsjónarsemi Bourne, og það er það besta við myndirnar, þegar hann snýr á andstæðinga sína, t.d. þá teipar hann vasaljós við viftu sem snýst svo að skuggarnir undir hurðinni séu eins og að þar sé hann á ferð, einnig þegar hann biður um að hitta Nicky í Supremacy þá hringir hann í Landy þegar hann er búinn að koma sér fyrir hinumegin við götuna á húsþaki og er að miða á hana, og þegar Landy segir " hvað ég ég finn hana ekki?" þá segir Bourne "það er auðvelt, hún stendur við hliðina á þér" og skellir þá, og þá verður Landy hvít í framan og snér sér við. Þetta er svo mikið rúst á CIA að þeir nota þetta aftur í endanum á myndinni sem er einnig í Ultimatum. Myndirnar eru fullar af svona atriðum og gaman er að horfa á óvinina blóta í sand og ösku eftir enn eina undankomu Bournes.
Ég hef lítið slæmt að segja um leik, Matt Damon leikur sérlega vel sem ofurútsendari og allir leika bara frekar vel, launmorðingjarnir eru flestir eins, þ.e. tala litið og gera bara sitt (fyrir utan Prófessorinn sem er eini þáttakandi Treadstone fyrir utan Bourne sem sýnir aðra hlið á sér.)
Identity er leikstýrð af Daug Liman sem hefur meðal annars gert Mr. and Mrs. Smith og eitthvað í Arrested Development. Báðar seinni myndirnar Supremacy og Ultimatum voru leikstýrðar af Paul Greengrass og eru myndirnar það besta eftir hann, orðrómur er að hann er að vinna að nýrri Bourne mynd sem kæmi um 2010, ég veit ekki alveg hvernig þær kæmu nýrri mynd fyrir þar sem slökkt var á Treadstone í lok Ultimatum og allir handteknir, eða hvað?. Það væri frábært ef maður hefði misst af einhverju smáatriði í myndunum og að ný mynd væri spunnin út frá því með öðru pólítísku samsæri sem einkennir myndirnar. Þannig að ég bíð spenntur eftir fjórðu mynd!

Sunday, October 12, 2008

Reykjavík - Rotterdam & tími með Óskari Jónassyni

Um daginn var ég í fróðlegum kvikmyndafræðitíma þar sem Óskar Jónasson spjallaði við okkur um kvikmyndagerð og aðra hluti tenga henni. Hann byrjaði að segja frá að hugmyndin að Reykjavík - Rotterdam kom þegar hann var að hlusta á viðtal við gamlan sjómann og hvernig hann hafði smyglað áfengi í landið, en þá var áfengissmygl meira mál en nú til dags þegar eiturlyf eru síalgengari. Óskar, sem skrifaði handritið ásamt Arnaldi Indriðasyni sagði hve samstarf milli rithöfunda er mikilvægt og að gott handrit þyrfti að vera gott svo að myndin virki, einnig samtarf milli leikara, leikstjóra og annars tökufólks. Hann sagði að í útlöndum væri þó erfiðara að vinna vegna þess að flóknara er að fá leyfi fyrir ýmsu og miklu meira af tökufólki.
 Ég man eftir tímanum með Valdísi Óskarsdóttur, hennar tækni var nákvæmlega öfug, að skrifa handritið og svo á tökuliðið að sjá um restina því það veit hvað það á að gera. Persónulega fynst mér Óskars aðferð betri og hann bara nettari gaur (sjá mynd), en aftur að tímanum.
Óskar sagði að afstöður persóna eiga að vera skýrar og að myndir eiga að hafa upphaf, miðju og endi. Í upphafi á að kynna markmið aðalpersóna, miðjan ætti að sýna baráttu aðalpersónunnar við að ná markmiðinu og endirinn væri niðurlag. 
Óskar spjallaði og fræddi okkur um nokkrar reglur við myndun, við höfðum reyndar lært þær fyrir en það gerði ekkert til. Hann sagði okkur þó að augnlínureglan væri oft brotin í þáttunum en enginn hafði hingað til tekið eftir því þannig að þeir höfðu bara haldið því áfram. Hann sagði að erfitt væri að vinna með ljósabreytingar eins og ský, að það væri erfitt að klippa á milli og halda sömu lýsingu, stundum væri hægt að tóna í tölvu en það kæmi oftast ljótt út.
Næst spjölluðum við um klippingu og að hún vinni úr hráefninu af tökum en stundum væru tökurnar öðruvísi en ætlast var en þá tækju klippararnir málin í sínar hendur. Góð klipping gæti jafnvel gert flókin stunt einfaldari, t.d. þá var atriðið úr myndinni þegar Íris rekur hausinn í ofninn gert með gínu sem var með hárkollu og blóðpoka með sprengiefni sem spýtti blóðinu. Óskar sagði að þetta hefði getað verið gert með því að koma blóðinu fyrir á veggnum og hraða síðan myndinni upp þegar hún rekur hausinn í ofninn. Mér fanst þetta atriði mjög vel gert en ég væri alveg til í að sjá hvernig það hefði komið út með hinni aðferðinni. Annað atriði sem mér fynst flott eftir að hafa heyrt um það var atriðið þegar Kristófer kýlir í gegnum rúðuna á bílnum og það var víst alvöru gler en ekki sykurgler sem er notað í bíómyndum, það hefði getað endað illa en Óskar sagði að það var sjúkralið á staðnum og hló, annað dæmi hve nettur hann er.
Að lökum spjölluðum við um nám okkar og hvað við gerum í tímum, hann sagði að sketchar væru góð þjálfun t.d. við tökur á auglýsingum þá þurfti hann að skjótast á myndstað og þurft að taka upp á stuttum tíma og að þar væri góð æfing.
Óskar  hefur stundað myndlist og seinna stundaði hann kvikmyndagerð í Danmörku og hefur gert fjölda sjónvarpsmynda, stuttmynda og tvær kikmyndir, Reykjavík - Rotterdam og Sódóma Reykjavík.

Um Reykjavík - Rotterdam
Myndin fjallar um Kristófer (Baltasar Kormákur) sem er öryggisvörður en er á sakaskrá vegna smygls í fortíðinni og hann hefur setið inni. Lífið leikur hann ekki vel og hann á við peningavanda að stríða. Hann á konu Írisi (Lilja Nótt Þórarinsdóttir) og tvö börn. Hann á vin að nafni Steingrímur (Ingvar E. Sigurðsson) sem var í ástarsambandi við Írisi í fortíðin
ni en eftir að hún giftist Kristófer þá hefur Steingrímur verið mjög góður við þau tvö og gefið þeim gömul húsgögn, greinilega enn ástfanginn af henni. Þegar peningavandinn er orðinn of mikill og Kristófer er við það að missa íbúðina stingur Steingrímur upp á að Kristófer fari í einn lokasm
ygltúr til að koma sér á strik. En á meðan Kristófer er úti þá lætur Steingrímur vaða og reinir við Írisi og þá byrja einnig handrukkarar að hóta henni vegna þess að bróðir hennar (Jörundur Ragnarsson) náði ekki að smygla sendingu. Og nú veltur allt á höndum Kristófers að bjarga öllum málum.
Ég er sammála mörgum og fynst þetta vera besta íslenska mynd sem ég hef séð, það er svolitið langt síðan ég sá Mýrina en þá er hún að minsta kosti svipað góð. 
Myndin hefur gott balans á milli kómedíu og hasars þó að dekkri hlutinn heldur meiri. Það sem ég sé eftir að hafa ekki spurt að í viðtalinu við Óskar var plottið með málverkið, fanst það svo skemmtilegt vegna þess að meðan ég horfði á myndina þá hélt ég að málverkið mundi vera miklu stærri hluti í endanum á myndinni, mundi einhvernveginn bjarga peningamálunum eða eitthvað en þetta var mjög fínn endir. 

Tuesday, September 30, 2008

Lucky Number Slevin (2006)

Þessa horfði ég á í þriðja skiptið í gær vegna þess að ég elska myndir með sjúkum twist endum þar sem allt plottið er afhjúpað. Hver gerir það ekki?

Til að geta útskýrt myndina þá þarf að fara frekar nákvæmlega í hana:

Myndin byrjar þannig að tveir veðmangarar eru drepnir og færslubækurnar þeirra eru teknar en áhorfandinn fær ekki að sjá morðingjann. Næst sést skot af Bruce Willis sem leikur Mr. Goodkat sem er í hjólastól á tómum flugvelli, hann kemur að og vekur sofandi mann og sérviskulega byrjar að segja honum sögu af "Kansas City Shuffle" sem byrjaði fyrir 20 árum og er enn í bígerð. Goodkat segir honum sögu af veðmáli fyrir 20 árum eða 1979, eins og við vitum þá enda veðmál í myndum oftast illa og þetta var engin undantekning. Hann sagði frá manni sem hét Max sem frétti af hesti á lyfjum á hestakeppni. Hann fékk því lánað stórfé frá veðmangara til að geta veðjað á hestakeppninni, allt virtist ganga vel áður en að hesturinn féll niður og dó rétt áðurn en hann náði í mark. Áður en Max náði aftur að bílnum þar sem sonur hans beið með úrið hans (hann lofaði að vera í 15mínútur) þá er hann tekinn og laminn, síðan er plastpoka teipað yfir höfuðuð á honum og hann látinn kafna. Konan hans var skotin og sérstakur leigumorðingi var fenginn til að drepa son hans því að enginn vildi taka það að sér. Síðasta sem maður sér er að leigumorðinginn stígur úr bílnum og miðar byssu á drenginn að aftan.
Þá er farið aftur að Goodkat og manninum á flugvellinum, Goodkat talar eitthvað í viðbót en stendur síðan upp, færir sig bak við hann og hálsbrýtur mannin og notar hjólastólinn til að flytja mannin síðan út.
Nú er snúist að Slevin Kelevra (leikinn af Josh Hartnett) í New York sem er í húsi vinar síns Nick sem er hvergi finnanlegur. Hann hittir nágranna sinn Lindsey (Lucy Liu) og þau tala saman. Honum er rænt af tveimur meðlimum glæpagengis vegna þess að þeir halda að hann sé Nick og farið er með hann til The Boss (Morgan Freeman). Þar segir foringinn (the Boss) að hann skuldi sér mikinn pening og að hann getur látið það allt hverfa ef hann drepi son hinns glæpaforingjanns, Rabbínsins (Ben Kinglsey). The Boss telur nefnilega að Rabbíninn hafi drepið son sinn. Eftir að Kelevra snýr aftur til íbúðar vinar síns þá er honum aftur rænt en nú af hinu glæpagenginu. Rabbíninn sem einnig telur hann vera Nick segir að hann skuldi honum einnig mikinn pening.
Kelevra lendir einnig í kast við lögin og hann er yfirheirður að Brikowski sem spyr hann af hverju hann er að koma af fundi frá báðum glæpaleiðtogunum í bænum sama dag.
Héðan í frá byrjar plottið sem ég mæli með að þið lesið ekki ef þið viljið sjá myndina

***Spoiler***
Næsta kvöld eftir að hafa komið á deiti með syni Rabbínans, Yitzchok (homma) þá fer Kelevra heim til hans og skýtur hann, í síðustu andardráttunum dregur hann upp byssu á meðan Kelevra sér ekki til. Þá sést Goodkat koma bakvið Kelevra og virðist ætla skjóta hann en skýtur Yitzchok. Næst bera þeir poka sem inniheldur manninn sem Goodkat drap á flugvellinum þá er afhjúpað að það var Nick.

Kelevra sést koma að Rabbíninum með tösku, hann segir að peningarnir sem hann skuldar séu þar inní. Á meðan Rabbíninn er að opna töskuna þá rotar Kelevra Rabbíninn. (Hann er þá búinn að drepa verðina hans fyrir utan). Næst vaknar Rabbíninn bundinn við stól, í ljós kemur að The Boss er einnig bundinn við annann stól bak við hann og þeir byrja að rífast hvernig glæpastríðið á milli þeirra er búið að drepa báða syni þeirra. En þá er samtalið truflað af Kelevra sem útskýrir (með hjálp flashbakka) allt byrjaði með því að hann drap veðmangarana tvo í byrjun, einn frá hvoru gengi, fann mann (Nick) sem skuldaði báðum glæpaforingjum pening, Goodkat drap síðan Nick á flugvellinum við að flýja frá skuldunum. Kelevra beið síðan heima hjá Nick eftir að þeir myndu sækja sig, og þá gat hann farið inn og út hjá báðum eins og honum sýndist. En af hverju gerði hann þetta? Þá er afhjúpað aðalplottið, það er að litli strákurinn sem Goodkat átti að drepa var hann sjálfur og nú var hann að hefna sín með hjálp Goodkat sjálfs, þar sem Goodkat var leigumorðingi beggja foringjanna þá benti hann foringjunum á þennan Nick.
Kelevra fær síðan hefnd sína og teipar plastpoka yfir höfuðuð á þeim báðum.
Næst sést síðan lögregluþjónninn Brikowski talandi í símann við annan mann sem hefur verið að leyta að upplýsingum um þennan Slevin Kelevra og segir honum að drengurinn úr 1979 málinu fannst aldrei og að þetta nafn Slevin hafi verið nafn hestsins sem dó eða "Lucky Number Slevin"
Myndin endar síðan með skotinu þar sem Goodkat er að miða á Kelevra 20 árum áður, hugsar sig um, hættir síðan við og keyrir drenginn síðan burt, í útvarpinu heyrist "nýjasta" lagið á þeim tíma Kansas City Shuffle.

***Spoiler End***

Já, þetta er eitt besta plott í mynd sem ég hef séð og fynst alltaf jafn gaman að sjá viðbrögð þeirra sem hafa ekki séð hana. Sumir myndu halda að myndin væri fyrirbyggjanleg en svo er ekki, ég veit ekki hvað það er sem maður áttar sig ekki á á meðan en maður er alveg sleginn út af laginu. Það gæti verið út af því að skotið þegar Goodkat miðar á drenginn þá skotið neðanfrá og Goodkat lítur svo ógnandi út með yfirvaraskeggið og 9mm í höndinni að enginn vafi liggur á því að drengurinn hafi dáið. Einnig þegar verið er að sýna Kelevra vera rændan tvisvar þá er það gert á fyndin hátt svo að myndin breytist í eins konar grínmynd í miðjunni, einnig myndast samband á milli skrítna nágrannanum og Kelevra sem léttir meira á myndinni svo að maður gleymir þungu byrjunni en það rifjast strax upp með geðveikum áhrifum þegar Kelevra er að útskýra í endanum á myndinni. Loks þetta með Kansas City Shuffle sem oft kemur fyrir í myndinni, mér fynst þetta ótrúlega líkt og með Rosebud í Citizen Kane, þá hefur Slevin uplifað þetta lag sem spilaði eftir "near death experience" og því fests í huga hans eins og sleðinn hans Charles.

Myndin er leikstýrð af PaulMcGuigan og er án efa besta mynd hans, myndin fær 7.8 á IMDB sem er talið frekar gott, ég mundi gefa henni svona 8. Myndin er skrifuð af Jason Smilovic sem skrifaði nokkra þætti í Kidnapped sem eru i svipuðum stíl en þetta er þó fyrsta myndin sem hann hefur skrifað og tókst bara mjög vel. Leikararnir gefa sitt, Bruce Willis er bara Bruce Willis, Josh Hartnett lék mjög vel bæði grínistann og alverlegann. Morgan Freeman og Ben Kinglsey léku báðir vel spekingslega glæpastjórana.

Sunday, September 21, 2008

Pineapple Express

Í gær fór ég á Pineapple express með nokkrum vinum mínum. Eftir að ég sá trailer-inn fyrir myndina hef ég hlakkað mikið til að sjá hana og ég var með miklar væntingar þar sem hún kemur frá framleiðendum Superbad og Knocked up. Myndin stóðst allar væntingar og er hreint sprenghlægileg. Hún fjallar í grófum dráttum um 2 dópista sem reykja gras út nær alla myndina. Einn þeirra selur gras og fær sendingu af mjög sérstöku og fágætu grasi kallað Pineapple express. Kvöld eitt verður annar þeirra vitni af morði og upp hefst eltingarleikur þar sem morðinginn er stjóri glæpagengis sem framleiðir Pineapple express og heldur að þeir tveir séu njósnarar úr óvina glæpagenginu. 

Bæði Seth Rogen og James Franco leika vel í myndinni en mér fynst Franco leika skakkann náunga betur en Seth, kanski hefur hann reinslu? Fólk hefur kvartað yfir myndinni um hvað hún ýti undir að grasreikin
gar séu allt í lagi, tja í rauninni er það satt, eitt gróft dæmi var þegar þeir seldu skólastrákum gras til að fá pening fyrir strætó. Fólk ætti bara að kynna sér myndina aðeins áður en það fer á hana, eins og með allar myndir. Allar þessar reykingar höfðu þó áhrif á bíógesti því ég hef aldrei séð jafn marga fara út í pásunni
Mér fanst ein persóna í myndinni ótrúlega fyndin fyrir utan aðalpersónurnar
og það var svarti homminn sem var geðveikt harður en samt ekki, í einu atriði fékk hann kaffikönnu í hausinn og fór að gráta, það var mjög fyndið. 
Það sem gerir myndina svo fyndna er að allar "góðu"aðalpersónurnar eru rammskakkar nær alla myndina og allt sem þeim dettur í hug til að koma sér úr klandri kemur þeim bara í enn meiri vandræði. Þetta var með betri grínmyndum sem ég hef séð en Dumb and Dumber trjónir enn á toppnum.

Friday, September 19, 2008

Citizen Kane (1942)

Í dag horfðum við á Citizen Kane í kvikmyndafræðitíma. Myndin sem er dramatísk mynd frá árinu 1942 og er leikstýrð af Orson Welles fjallar um líf og starf Charles Foster Kane í blaðamennskunni. Myndin byrjar þegar Charles tekur síðasta andardráttinn og segir sín síðustu orð: "Rosebud". Myndin er síðan byggð upp af flashbökkum sem segja meir og meir af sögunni og fléttast saman í frásögn þegar fram líður. Þessar senur eða flashbökk koma í gegnum fréttamann sem tekur viðtöl við nánustu ættingja og vini Charles í leit sinni við að finna merkingu orðsins. Fréttamaðurinn og áhorfandinn um leið fær að vita að þegaar Charles var ungur var hann tekinn í fóstur af gömlum ríkum manni, hann fór í marga mismunandi skóla en kláraði engan þeirra. Hann lærði þó af gamla manninum hvernig maður á að reka fyrirtæki og mikið um viðskipti og Charles reis upp til að verða einn ríkasti og virtasti maður í Bandaríkjunum, en það sem byrjaði sem hugsjónarleg félagsþjónusta í blaðaútgáfu verður síðan græðginni að bráð og Charles missir tökin í eftirsókn eftir völdum og ríkidæmum. Þegar hann er á toppi veldisins þá ákveður hann að fara í ríkisstjóra framboð en annar frambjóðandinn sem er einnig stór blaðaútgefandi veit að hann á í framhjáhaldi með söngkonu. Honum er gefinn kostur á að draga framboð sitt til baka en stolt hans og valdafíkn Charles eru of mikil og ákveður að halda áfram. Í blöðum næsta dag er greint frá framhjáhaldinu og Charles tapar kosningunum og þá byrjar veldi hans hægt og hægt að falla saman og á endanum missir hann það síðasta sem honum þykir vænt um, konuna sína. Þegar hér er komið þá endurtekur byrjun myndarinnar sig, þ.e. hann segir sín síðustu orð 'Rosebud' og deyr. Þá er aftur litið til samtíma þar sem fréttamaðurinn og þjónn Charles eru að tala saman og fréttamaðurinn segir að leyndarmálið á bak við Rosebud verður víst aldrey leyst því að rannsóknir hans hafa ekki gefið neinar upplýsingar um hvað þetta gæti þýtt. Skotið minnkar og flýgur yfir allar eigur Charles sem eru komnar í trékassa og þekja allan salinn, skotið minnkar og kemur í ljós sleðinn hanns Charles sem han lék sér með þegar hann var enn hjá mömmu sinni og áður en honum er hent í brennsluofn og áður en logarnir umlykja hann sést skrifað á sleðann 'Rosebud'. 

Myndin hefur verið sögð af mörgum besta mynd í heimi og 
hún er sannarlega góð mynd að mínu mati. Hún sýnir hve völd og græðgi geta spillt manneskju og á endanum orðið henni að falli. Ég hef alltaf gaman af myndum sem fara fram og til baka og nota svon flashbökk, myndin krefst meiri athygli svo að maður skilji söguna, til dæmis þá fattaði ég ekki plottið með sleðann í endanum á myndinni strax en þegar ég áttaði mig á honum þá sá ég virkilega hve stór hluti þessi sleði var af myndinni, hann var eins konar tákn um eina tímabilið í lífi hans þegar hann var fátækur en einnig eina tíma í lífi hans þegar hann var virkilega glaður og sáttur með hver hann var.

Myndin sem hefur hreppt 4 Óskarsverðlaun og verið tilnefnd til 9 hefur verið tekin sem fyrirmynd fyrir aðrar myndir, til dæmis þá tók ég eftir því þar sem ég er mikill aðdáandi Indiana Jones myndanna að endirinn á myndinni þar 
sem myndavélin fór yfir kassana minnti mann mikið á endinn í Raiders of the Lost Ark þegar maðurinn fer með kassan með sát
tmálsörkinni í risa vöruskemmuna. 
En myndin kemur einnig með nýjar aðferðir við kvikmyndun, ég tók eftir því hvað allt var í miklum fókus í skotunum miðað við hve myndin er gömul og þá sér í lagi í byrjun myndarinnar þegar er verið að taka upp inn í húsi Kane hjónanna og Kane sjálfur sést leika sér í snjónum út um gluggann. Ég kíkti á netið og fann að þessi aðferð heitir víst Deep Focus en ég skildi ekki alveg hvernig þetta var gert. Þrátt fyrir að vera nær 70 ára gömul þá heldur hún áfram að vera stórbrótin klassík og fyrirmynd fyrir kvikmyndaframleiðendur og ég mæli með að fólk horfi á myndina ef það er í skapi fyrir meistaraverk.

Tuesday, September 16, 2008

Journey to the Center of the Earth 3D

Í gær fór ég á þessa mynd sem er byggð á skáldsögu eftir Jules Verne. Ég hafði svo sem engar væntingar, og það er víst best svo að maður verðu ekki svekktur eftir sýningu en þessi mynd er bara hin ágætis skemmtun. Hún er sýnd í þrívídd og er hún fyrsta leikna myndin sem nýtir sér þessa þrívíddartækni, önnur mynd sem var einnig sérstaklega gerð fyrir þrívíddarsýningar er Beowulf (2007)


Myndin byrjar í BNA þar sem hinn ungi jarðfræðiprófessor Trevor Andersson sem er leikinn af Brendan Frasier á í erfiðleikum með að halda stofnun sinni gangangi. Það á að hætta að styrkja stofnunina sökum þess að engar uppgötvanir hafa verið gerðar í 10 ár síðan Max Andersson bróðir Trevors tíndist í leiðangri sínum við að setja upp mælitæki um heiminn. Max átti konu og soninn Sean (Josh Hutcherson) og Trevor neyðist til að taka Sean í pössun af og til. Einmitt 10 árum seinna eftir hvarf Max, uppgötva Trevor og Sean að jarðmælitæki á Snæfelli sem var löngu hætt að senda frá sér upplýsingar kemur fram á skjánum og sendir frá sér nákvæmlega sömu tölur og Max hafði skrifað í sitt eigið eintak af Leiðinni að Miðju Heimsins áður en hann hvarf.
Trevor sem vill komast til botns í þessu máli og finna týnda bróður sinn leggur af stað til Íslands með Sean í eftirdragi. Þar hitta þeir leiðsögukonuna Hannah sem leikin er af Anítu Bríem sem segist geta tekið þá á staðinn. Þegar upp á fjallið er komið dynur á stormur og þau leita skjóls í helli. Þau finna skot sem er yfirfullt af demöntum og öðrum gimsteinum en gólfið þar er ótraust og þau falla niður og að miðju jarðar. Þar er heil ný veröld og rekast þau á alls kyns furðuverur á borð við þríbrota, sjálflýsandi finkur, mannætufiska og -plöntur og risaeðlur. Þau finna kofa þar sem faðir Sean hann Max hafði búið og einnig uppgötva þau að þetta er ekki paradís eins og sést við fyrstu sýn heldur hafa þau lítinn tíma áður en hitinn hækkar úr öllum völdum og paradísin verður að bökunarofni. Þau finna leiðbeiningar hvernig þau komast út þaðan og í kappi við tíman hætta þau sér yfir "miðjarðar"hafið og lenda í fleiri hættum á leiðinni upp á yfirborðið. Þegar þangað er komið þá opnar Trevor sér sína eigin stofnun því að í ljós kemur Sean hafði tekið pokafylli af demöntum úr hellinum.


Satt að segja þá fynst mér þessi þrívíddartækni alveg frábær, hún gæðir svona myndum nýju lífi en þó eru fáar myndir sem "henta" fyrir þrívíddarsýningar, ég gæti til dæmis aldrei horft á The Godfather 3D, þannig að ég held að þrívídartæknin verði aldrei stór og yfirtaka hina hefðbundu, en án efa þá mun hún vera mest notuð í ævintýramyndir á borð við þessa.
Myndin er eins og ég sagði góð skemmtun og er það mest vegna þess að hún var í 3D, efast um að ég hefði ferið á hana væri hún ekki í þrívídd. Aníta Bríem var ágæt og talaði flotta ensku og vottaði ekki nema pínu fyrir hreim, í fyrsta helming myndarinnar komu fram virkilega flott skot af íslenskri náttúru svo að þau fá stig fyrir það.
En svo ég komi með smá neikvæða gagnríni þá var sagan frekar léleg og leikurinn var ekki upp á marga fiska. Myndin var um 90mínútur en mér fanst hún vera í nokkra tíma, einnig fanst mér hún lengi að byrja því að þegar hlé-ið kom þá voru þau nýkomin í miðjuna. En ég var nú svosem að búast við svona mynd með Brendan Frasier og þetta er nú barnamynd svo að þótt að manni fynnist myndin meika ekkert sense þá er hún samt góð því að hún er full af tölvuteiknuðum glans-hlutum og það er einmitt það sem börnin vilja.







Monday, August 25, 2008

Shorts & Docs : Íslenskar heimildamyndir

Á föstudaginn síðasta fór ég í Austurbæjarbíó og horfði á íslenskan heimildarmyndarpakka. Myndirnar voru mislangar og góðar og hér fyrir neðan koma samantektir og mitt álit á hverri þeirra.

Magapína
Ég ætla fyrst að skrifa stuttlega um það sem stendur í bæklingnum um þessa mynd.

Yndislega beljan Branda á við stórt vandamál að stríða, hún er ánetjuð plasti. Hún gæti látið lífið en sem betur fer á hún vini sem ætla að hjálpa henni.

Maður getur alveg ímyndað sér ágæta mynd með þetta content, sætt dýr, í hættu, og vinir bjarga. En nei, myndin byrjar á nátturuverndartali um hvernig fólk hendir rusli í náttúruni og mengun á heiminum. Síðan sést beljan sem er alls ekki yndisleg heldur getur varla staðið í lappirnar og er að deyja, og eldgamla upptakan hjálpar ekki, minnir mann á Saw myndirnar.
Næst er beljan skorin upp og aðskotadót rifið upp úr maganum á henni, síðan er hún saumuð aftur saman og allt í fína, myndin búin.

Ég hef litið að segja um þessa mynd annað en að upplýsingarnar um hana eru fremur villandi og að hún sé alls ekki eins og maður bjóst við heldur bara einhver blóðugur E.R. Animal Farm þáttur.

Ketill
Það er lítið hægt að segja um söguþráð þessarar myndar, myndin er eiginlega upptaka af daglegu lífi Ketils, þeir sem vita ekkert um Ketil átta sig strax á að Ketill er ekki eins og venjulegt fólk, hann er sérvitur en þó bráðskemmtilegur. Myndin er ágæt en það sem mér fanst áhugavert var hve mikið kettir komu inn í skot. En hvað var málið með þessa konu og hljóðin?

SAGAN UM SVEIN KRISTJÁN BJARNARSON
Þessi mynd fjallar um Íslending sem flytur með foreldrum sínum til Bandaríkjanna. En æskan er erfið hjá honum, faðir hans fer frá fjölskyldunni og hann verður viðskila við móður sína og systur.
En þó að æskan hafi verið erfið hífir hann sig upp hátt upp og endar sem virtur listamaður og safnstjóri. Einnig verður hann fyrsti Íslendingurinn til að komast framan á Time Magazine.
Þetta var það áhugaverða í myndinni og tók samtals um 20 mínútur af þeim 52 sem myndin var. Restin var einfaldlega mjög leiðinleg, myndin var mjög löng og mér fanst eins og þetta væri sögufyrirlestur um hlut sem er ekki hægt að segja frá meira en eitthvad ákveðið en samt er verið að reina að lengja hann sem mest.
Sagan af Sveini er sannarlega skemmtileg en myndin tók of mörg leiðinleg atriði til umræðu í stað þess að rína í þau áhugasamari.

Kjötborg
Þessi mynd er frábær í einfaldleika sínum, hún segir frá hornverslun og bræðrunum Gunnari og Kristjáni sem reka hana. Myndin spannar um eitt ár (myndin byrjar um sumarið og endar um Jólin) og sýnir áhorfendum hve ein lítil búð getur tengt fólk misgóðum böndum. Myndin er full af húmor en einnig viðkvæmni og ást. Án vafa besta myndin af þessum fjórum.